Einhversstaðar (Somewhere)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 98 mín.
- Land: Bandaríkin
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Sofia Coppola
- Aðalhlutverk: Michelle Monaghan, Elle Fanning & Chris Pontius
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 14. janúar 2011
EFNI: Óskarsverðlaunahafinn Sofia Coppola og framleiðendur Óskarsverðlaunamyndarinnar Lost in Translation, sem sló rækilega í gegn um allan heim fyrir nokkrum árum, snúa hér saman bökum á ný.
Nýja myndin hennar er einlæg saga beint úr nútímanum og gerist í borg englanna; Los Angeles. Johnny Marco (Stephen Dorff) er óþekk kvikmyndastjarna sem býr á hinu margrómaða Chateu Marmont hóteli í Hollywood. Þar eyðir hann dögunun í að drekka, reykja og panta strippara upp á herbergið sitt, á milli þess sem hann mætir þar sem kynningarfulltrúinn hans segir honum að mæta og kynnir nýjustu hasarmyndina sína.
Þegar hann þarf óvænt að sjá um 11 ára dóttur sína (Elle Fanning) er Johnny neyddur til að íhuga þær spurningar sem allir feður verða að horfast í augu við.