Popiól i diament (Aska og demantar)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1958
- Lengd: 103 mín.
- Land: Pólland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Andrzej Wajda
- Aðalhlutverk: Zbigniew Cybulski, Ewa Krzyżewska, Wacław Zastrzeżyński
- Dagskrá: Stríðsmyndir frá Austur-Evrópu
- Sýnd frá: 6.-8. maí
EFNI: Á síðasta degi seinni heimsstyrjaldarinnar er Maciek, ungum liðsmanni andspyrnuhreyfingarinnar í Póllandi, skipað að drepa Szczuka, leiðtoga kommúnista í umdæminu. Þó Maciek hafi reynst auðvelt að drepa í menn í fortíðinni, var Szczuka áður félagi hans í hernum og Maciek þarf að ákveða hvort hann vilji fylgja skipunum.
UMSÖGN: Aska og demantar er einhver lofaðasta stríðsmynd allra tíma og situr t.a.m. í 38. sæti á lista kvikmyndatímaritsins Empire yfir 100 bestu myndir allra tíma á öðru tungumáli en ensku.