Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Kon-Tiki

Kon-Tiki

Feb 03, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
  • Lengd: 118 mín.
  • Land: Noregur
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjórar: Joachim Rønning, Espen Sandberg
  • Aðalhlutverk: Pål Sverre Valheim Hagen, Anders Baasmo Christiansen, Gustaf Skarsgård
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 8. febrúar 2013

2x10MasterEFNI: 100 daga hættu ferð yfir hafið. Kon-Tiki er dýrasta mynd sem Norðmenn hafa framleitt og um leið algjört meistaraverk sem enginn kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara. Í Kon-Tiki er sagan sögð af því þegar norski náttúruvísindamaðurinn og landkönnuðurinn Thor Heyerdahl einsetti sér að sanna að fólk í Suður-Ameríku hefði fyrir um 1.500 árum vel getað siglt til Pólynesíu og numið land á eyjunum þar. Í myndinni er sagt frá undirbúningi Heyerdahls, ekki síst leit hans að mönnum sem hefðu hugrekki til að sigla með honum þá tæpu 8.000 kílómetra sem hann þurfti að fara til að ná landi eftir að hafa lagt upp frá Perú.

Heyerdahl byggði síðan fley samkvæmt þeirri efnis- og tækniþekkingu sem talið var að frumbyggjar hefðu haft á sínum tíma og þann 28. apríl 1947 héldu hann og fimm manna áhöfn hans út á hið stóra haf í ferð sem átti eftir að taka 101 dag.

UMSÖGN: Thor Heyerdahl (f. 6. október 1914, d. 18. apríl 2002) var fæddur og uppalinn í Larvik í Noregi. Ungur að árum fékk hann mikinn áhuga á náttúru- og dýrafræði og stofnaði m.a. sinn eigin litla dýragarð í Larvik áður en hann fór í háskólann í Osló þar sem hann lærði dýra- og landafræði. Um leið fékk hann mikinn áhuga á dýralífi á eyjunum í Pólynesíu enda voru áhöld um hvernig sum þau dýr sem þar lifðu hefðu komist þangað. Þetta kveikti þann áhuga hjá honum sem leiddi til Kon-Tiki leiðangursins. Thor Heyerdahl gerði á sínum tíma heimildarmynd um ferð sína frá Perú til Pólynesíu og hlaut hún Óskarsverðlaunin árið 1951 sem besta heimildarmynd ársins.

Kon-Tiki var tilnefnd til Golden Globe- og nú Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins.

Evrópa, Kvikmyndir, Noregur
Engin skoðun á “Kon-Tiki”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.