Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Þýskir kvikmyndadagar 14.-24. mars

Þýskir kvikmyndadagar 14.-24. mars

Mar 09, 2013 Engin skoðun

Bíó Paradís og Goethe Institut Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í þriðja sinn dagana 14.-24. mars í samstarfi við Sendiráð Þýskalands, Sjónlínuna, Kötlu Travel og RÚV.

Að þessu sinni bjóðum við uppá sjö nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýskt bíó hefur uppá að bjóða; allt frá mynd meistarans Margarethe von Trotta um hinn merka stjórnmálahugsuð Hannah Arendt til fyrstu mynda ferskra ungra leikstjóra sem eru að slá nýjan og afar áhugaverðan tón í þýskri kvikmyndagerð (sjá Stórar stelpur og Dreptu mig).

Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Dagskrárbækling hátíðarinnar má lesa hér að neðan.

MYNDIRNAR ERU:

_________________________________________________________________________________
OPNUNARMYND:

HANNAH ARENDT

Drama , 113 mín. Leikstjóri: Margarethe von Trotta. Aðalhlutverk: Barbara Sukowa, Axel Milberg, Janet McTeer.

Svipmynd af snillingi sem skók heiminn með því sem hún kallaði „lágkúrulega illsku“. Hannah Arendt  (1906 – 1975) var þjóðverji af gyðingaættum og einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldar. Hún er viðstödd réttarhöldin yfir nasistanum Adolf Eichmann í Jerúsalem 1961 og í kjölfarið skrifar hún á ögrandi og áleitin hátt um helförina út frá forsendum sem enginn hafði áður heyrt. Skrif hennar vekja mikla hneykslun en hún neitar að gefa eftir. Í stað þess heldur hún áfram að leita sannleikans, jafnvel þó það hafi mikinn sársauka í för með sér.


_________________________________________________________________________________

BARBARA

Drama , 105 mín. Leikstjóri: Christian Petzold. Aðalhlutverk: Nina Hoss, Ronald Zehrfeld, Rainer Bock.

Sumarið 1980. Læknirinn Barbara vill yfirgefa alþýðulýðveldið. Í refsingarskyni er hún send frá Berlín til sjúkrahúss í smábæ. Jörg, ástmaður hennar sem býr vestan múrsins, undirbýr flótta hennar gegnum Eystrasaltið. Á meðan á Barbara í erfiðleikum með að aðlagast nýju umhverfi og lætur sig dreyma um betri framtíð. Smám saman breytast viðhorf hennar og togstreita hennar eykst eftir því sem flóttatilraunin færist nær.


_________________________________________________________________________________

ÓSÝNILEG (Die Unsichtbare/Cracks in the Shell)

Drama, 113 mín. Leikstjórar: Christian Schwochow. Aðalhlutverk: Stine Fischer Christensen, Ulrich Noethen, Dagmar Manzel.

Uppburðarlitlum leiklistarnema er boðið aðalhlutverkið í nýju leikriti. Kvensan sem hún á að túlka er langan veg frá hennar eigin persónu en leikstjórinn krefst mikils af henni. Verkefnið reynist leikkonunni mikil sálræn raun og fer að hafa áhrif á líf hennar. Áhrifamikil saga úr leikhúsinu með frábærum hópi leikara og mögnuðu andrúmslofti.


_________________________________________________________________________________

ÞETTA ER EKKI KALIFORNÍA (This Ain’t California)

Leikin heimildamynd, 96 mín. Stjórnandi: Martin Persiel. Aðalhlutverk: Kai Hillebrand, David Nathan, Anneke Schwabe.

Frásögn um þrjú ungmenni sem uppgötva undur hjólabrettanna á velktu malbiki Austur Þýskalands. Þetta ameríska fyrirbrigði varð ekki aðeins það sem allt snerist um síðasta árið þeirra í Austur Þýskalandi, heldur einnig tákn um sjálfstæði þeirra í hinu grotnandi alþýðulýðveldi. Blanda sviðsettra atriða og safnefnis færir okkur óhefðbundna innsýn í heim austur-þýskra unglinga á síðustu dögum kommúnistaríkisins. Mýtan um brettaliðið austur-þýska er útgangspunktur þessarar áður ósögðu frásagnar um skemmtun, uppreisn og hugrekkið til að vera maður sjálfur.


_________________________________________________________________________________

STÓRAR STELPUR (Dicke Mädchen/Heavy Girls)

Gamandrama, 77  mín. Leikstjóri: Axel Ranisch. Aðalhlutverk: Ruth Bickelhaupt, Heiko Pinkowski, Peter Trabner.

Sven vinnur í banka og býr með móður sinni Edeltraut, sem orðin er elliær. Hann deilir öllu lífi sínu, íbúð og jafnvel rúmi með henni. Þegar Sven er í vinnunni kemur Daniel að líta til með Edeltraut. Hann fer með hana í hárgreiðslu, labbitúr og í verslanir, auk þess að hreinsa íbúðina. Einn daginn þegar Daniel er að þvo gluggana gerir Edeltraut sér lítið fyrir, læsir Daniel útá svölum og stingur af. Sven og Daniel hefja mikla leit að henni en það endar með því að þeir finna ekki aðeins þá gömlu heldur einnig hvorn annan og líf þeirra fer á annan endan! Þessi bráðskemmtilega frumraun hins unga leikstjóra Axel Ranisch sló í gegn í Þýskalandi og þykir boða nýjan tón í þýskri kvikmyndagerð. Myndin var afar ódýr og unnin að miklu leyti í spunavinnu.


_________________________________________________________________________________

DREPTU MIG (Töte mich / Kill Me)

Drama, 91 mín. Leikstjóri: Emily Atef. Aðalhlutverk: Maria-Victoria Dragus, Roeland Wiesnekker, Wolfram Koch.

Unglingsstúlkunni Adele langar að deyja. Hún vanrækir skyldustörf sín á sveitabæ foreldra sinna og gengur að bjargbrún en fær sig ekki til að stökkva. Dæmdur morðingi, Tim, strýkur úr fangelsi og felur sig í herbergi Adele. Hún gerir honum tilboð; hún muni hjálpa honum að flýja ef hann taki að sér að kála henni. Þau yfirgefa bæinn og komast yfir landamærin til Frakklands. Þaðan er förinni heitið til hafnarborgarinnar Marseilles og loks burt frá Evrópu. Á leiðinni kemur í ljós að ekkert er sem sýnist og þegar samband þeirra verður sífellt nánara vaknar sú spurning hvort Timo muni standa við sinn hluta samkomulagsins.


_________________________________________________________________________________

HÓTEL LUX

Gamandrama, 110 mín. Leikstjóri: Leander Haußmann. Aðalhlutverk: Michael Herbig, Jürgen Vogel, Thekla Reuten.

Berlín á fjórða áratug síðustu aldar. Kabarettstjarnan Hans Zeisig hefur teygt sig útá ystu nöf. Nú þegar Hitler hefur tekið völdin er ekki lengur ráðlegt að skopast að honum og Zeisig verður að flýja. En í stað þess að fara til Hollywood dúkkar Zeisig upp í Moskvu og gerist persónulegur stjörnuspámaður Stalíns. Þar stundar hann gjálífið af miklum móð með helstu leiðtogum kommúnista á hinu alræma Hótel Lux. Hótel Lux grínast bæði með ógnarstjórn nasista og Stalíns og blandar meistaralega saman ærslaleik í anda Ernst Lubitsch og harmsögu í anda La vita e bella með hverskyns óvæntum snúningum.

Evrópa, Þýskaland
Engin skoðun á “Þýskir kvikmyndadagar 14.-24. mars”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.