Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Deep Red

Svartir sunnudagar: Deep Red

Mar 18, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1975
  • Lengd: 126 mín
  • Land: Ítalía
  • Leikstjóri: Dario Argento
  • Aðalhlutverk: David Hemmings, Daria Nicolodi, Gabriele Lavia 
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 24. apríl 2013

 

EFNI:

DEEP RED palli

Páll Óskar gerir plakatið af Deep Red fyrir Svarta sunnudaga.

Deep Red (Profondo Rosso) var frumsýnd árið 1975 og er í dag sögð ein mikilvægasta myndin meðal hinna ítölsku Giallo mynda sem gerðar voru á áttunda og níunda áratugnum.

Leikstjórinn er sjálfur Dario Argento en hann kom hingað til lands síðastliðið haust sem heiðursgestur RIFF. Þá voru sýndar þrjár myndir eftir hann en Deep Red var ekki þar á meðal. Það er því kærkomið að Svartir sunnudagar sjái um þá hlið mála. Þetta er að því vitað er í fyrsta sinn sem þessi magnaða kvikmynd er sýnd í Reykvísku bíói.

Myndin segir frá tónlistarkennara sem verður vitni af því að kona er myrt. Hann reynir að bjarga henni en án árangurs. Þegar hann fer að reyna að grafast fyrir um málið kemst hann að því að konan var miðill og ýmislegt dularfullt fer að koma í ljós.

Deep Red fékk frábæra dóma og er í dag talin vera grundvallaverk meistara Argentos.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Ítalía, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Deep Red”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.