Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Repulsion

Svartir sunnudagar: Repulsion

Apr 16, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár:  Leikin mynd, 1965
  • Lengd: 105 mín
  • Leikstjóri: Roman Polanski
  • Handrit: Roman Polanski, Gérard Brach
  • Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Ian Hendry, John Fraser
  • Land: USA
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 21. apríl kl 20:00

Efni: Svartir sunnudagar ætla að sýna Repulsion eftir Roman Polanski næsta Svarta sunnudag. Repulsion er frá árinu 1965 og skartar Catherine Deneuve í aðalhlutverki. Þar leikur hún unga konu sem býr með eldri systur sinni sem er á leið útúr bænum með nýja kærastanum sínum. Þegar konan er orðin ein í íbúðinni hellist óttinn yfir hana og hún missir tökin á lífi sínu. Skilin milli ímyndunar og raunveruleika verður æ óskýrari.

Myndinni var ágætlega tekið á sínum tíma, en víða gætti þó misskilnings.  Fyrir bráðum hálfri öld, er myndin var frumsýnd töldu flestir að hún fjallaði um geðveiki en eftir því sem við höfum orðið upplýstari um hrylling kynferðislegrar misnotkunar er okkur ljóst að það var viðfangsefnið sem þeir Polanski og handritshöfundurinn Gerald Brach voru að fást við í Repulsion. Slíkt þótti þó mikið tabú á þeim tíma og því var umfjöllunarefninu pakkað inní viðeigandi umbúðir. En myndin stendur hinsvegar fyrir sínu sem frábær minnisvarði um snilld Polanskis.

Repulsion er ógleymanleg bíó upplifun. Hún verður sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 21 apríl, kl. 20.

 

Dagskrá vikunnar, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar, Uncategorized
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Repulsion”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.