Stop the Pounding Heart
- Tegund og ár: Drama, 2013
- Lengd: 98 mín
- Land: Bandaríkin/Ítalía/Belgía
- Leikstjóri: Roberto Minervini
- Aðalhlutverk: Sara Carlson, Colby Trichell, Tim Carlson
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: Nánar auglýst síðar
Efni: Sara er ung stúlka, alin upp af geitabóndum. Fjölskyldan sendir börnin ekki í almenningskóla, heldur fer menntun barnana fram heimafyrir þar sem biblían er ein helsta kennslubók þeirra. Söru eru lagðar línurnar með það að vera hrein og falleg stúlka, og að það sé ódyggðugt að eiga eitthvað við drengi saman að sælda, fyrr en að giftingu kemur. En þegar Sara hittir Colby, ungan mann sem stundar það að sitja naut og lifa áhættusömu lífi, þá breytist líf hennar svo um munar. Í myndinni er nútímalegu lífi í Ameríku lýst á viðkvæman og ljóðræðan máta, þar sem landslagið nýtur sín og unglingsárin, fjölskyldu- og félagsgildi, kynjahlutverk og trú eru umfjöllunarefni í suður- Amerískri sveit. Myndin var frumsýnd á kvikmyndhátíðinni í Cannes 2013 og verður hún einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í ár.