Shut Up and Play the Hits
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 108 mín
- Land: Bretland
- Leikstjórar: Will Lovelace, Dylan Southern
- Aðalpresónur: James Murphy, Chuck Klosterman, Keith Anderson
Efni: English below
Shut Up and Play the Hits er heimildamynd frá 2012 eftir Dylan Southern og Will Lovelace. Myndin fylgir framlínumanni hljómsveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy, á 48 tíma tímabili, frá deginum sem hljómsveitin hélt sína síðustu tónleika í Madison Square Garden og þar til morguninn eftir tónleikana. Í myndinni eru einnig sýnd brot úr viðtali sem poppmenningar blaðamaðurinn Chuck Klosterman tók við Murphy. Myndin vann verðlaun fyrir „bestu efnistök á lifandi tónlist“ á Bresku myndbandatónlistarverðlaununum árið 2012.
Laugardaginn 21. september klukkan 20:00 verður heimildamyndin Shut Up And Play The Hits sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð (EFFI).
Haldin verður fjörug dansveisla til heiðurs evrópskri dansmenningu í kjölfar sýningarinnar þar sem DJ Yamaho og DJ Housekell mun halda uppi alvöru evrópskri klúbbastemningu fram á rauða nótt!
Myndin mun einungis vera sýnd í þetta eina skipti svo þetta er einstakt tækifæri til að sjá þessa frábæru mynd sem var m.a. sýnd á bæði SXSW og Sundance kvikmyndahátíðunum.
Miðaverð: 700 kr
Miðasala fer fram á midi.is og í miðasölu Bíó Paradísar.
————————–
Saturday 21. September we will be screening the documentary Shut Up And Play The Hits as part of The European Film Festival Iceland (EFFI).
After the screening Bíó Paradís will be turned into a dance club in honor of European dance culture. DJ Yamaho and DJ Housekell will play all the best beats in true European dance club style!
This will be the only screening of Shut Up And Play The Hits so don’t miss this unique opportunity to see this amazing film that was screened at both SXSW and Sundance.
Ticket price: 700kr
Tickets sales at midi.is and at Bíó Paradís
[…] ég elska þig (Mother, I Love You) 20:00 Shut Up and Play the Hits 22:00 Danspartý með Evrópskum […]