Svartir Sunnudagar: Kvennabærinn
- Tegund og ár: Gamanmynd / Drama, 1980
- Lengd: 139 mín
- Land: Ítalía
- Leikstjóri: Federico Fellini
- Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni, Anna Prucnal, Bernice Stegers
- Dagskrá: Svartir Sunnudagar 13. apríl kl. 20.00
Efni: „Í myndinni koma fram tvö þúsund og sex hundruð konur, ástamt Marcello Mastroianni og Ettore Manni, sem lést á maðan á myndatökunni stóð. Kvikmyndin var tekin í kvikmyndaverinu Cinecitt í Róm frá nóvember 1978 til febrúar 1980. Í viðtali var Fellini spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að gera mynd um konur. „Ég hef það nú á tilfinningunni, að ég hafi aldrei gert annað en kvikmyndir um konur. Mér finnst ég vera algjörlega undir þær kominn, mér líður ekki vel nema með þeim: þær eru goðsögn, dulúð, öðruvísi, hrifning, þekkingarþrá, einskonar spegill. Konurnar eru allt. Mér virðist að kvikmyndirnar sjálfar séu kona þar sem ljós og myrkur skiptast á, það sem myndir koma og fara. Á bíó er maður sem í móðurvkiði, hlutlaus, í myrkrinu, og bíður þess að lífið komi frá tjaldinu. Maður þyrfti að fara í bíó saklaus sem fóstrið.” Helgarpósturinn föstudaginn 14. nóvember 1980 bls. 22. Hér er hægt að kaupa miða.
English: A businessman finds himself trapped at a hotel and threatened by women en masse. Here you can buy tickets online.