Two lives / Zwei leben
- Tegund og ár: Drama / Spenna, 2012
- Lengd: 97 mín
- Land: Þýskaland
- Leikstjóri: Georg Maas, Judith Kaufmann
- Aðalhlutverk: Juliane Köhler, Liv Ullmann, Sven Nordin
- Dagskrá:
Efni: Sögusviðið er Evrópa 1990 þar sem Berlínarmúrinn er nýfallinn. Katrine er stríðsbarn, alin upp í Austur Þýskalandi en hefur búið í Noregi síðustu 20 ár. Þar lifir hún hamingjusömu lífi ásamt móður sinni, eiginmanni, dóttur og barnabarni. Katrine er beðin um að vitna í máli gegn norska ríkinu fyrir hönd stríðsbarna, en hún neitar. Smám saman birtist vefur leyndarmála, þar á meðal sannleikur sem ristir djúpt. Kvikmyndin fjallar um mikilvægt og viðkvæmt málefni í norskri sögu, hvernig komið var fram við norskar konur sem áttu í ástarsambandi við þýska hermenn eftir seinni heimstyrjöldina. Zwei Leben hefur unnið til verðlauna sem besta myndin á erlendum kvikmyndahátíðum og var framlag Þýskalands til Óskarsins í ár. Hér er hægt að kaupa miða rafrænt.
English: It’s Europe in 1990. The Berlin Wall has just crumbled. Katrine is a Norwegian “war child,” raised in East Germany, who has been living in Norway for the past 20 years. She enjoys a happy life with her mother, her husband, daughter, and granddaughter. When a lawyer asks Katrine and her mother to testify in a trial against the Norwegian state on behalf of the war children, she resists. Gradually, a web of concealment and secrets is revealed, including truths that shake the family to its core. This tense drama addresses an important but taboo topic in Norwegian history: the way Norwegian women who had relationships with German occupation soldiers were treated by their country after World War II, and what happened to them under the Stasi regime in the former East Germany. The film features a rare performance by the legendary Norwegian actress Liv Ullmann and was Germany’s official entry in the race for the 2014 Oscar’s. Here you can buy tickets online.