Eurovision partí allra tíma í Bíó Paradís
Bíó Paradís mun sýna Eurovision í beinni útsendingu! Við hefjum leikinn því 6. maí á fyrra undanúrslitakvöldinu þegar Pollapönk rokkar upp Eurovision með fögrum boðskap lagsins Engir fordómar. 8. maí keppa 15 lönd um 10 sæti á síðara undanúrslitakvöldinu og svo eru öll herlegheitin sjálft Eurovision úrslitakvöldið 10. maí. Allir eru hvattir til þess að mæta í búning á lokakvöldinu. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn.
Útsendingarnar hefjast kl. 19.00 öll kvöldin og um að gera að mæta snemma í Paradís á Happy Hour, stilla saman strengi, dilla sér og hafa gaman.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn á facebook.
Ókeypis er inn á allar sýningarnar.