KISS: Attack Of The Phantoms.
KISS meets The Phantom of the park er kvikmynd sem hljómsveitin KISS lét gera á hátindi ferilsins í Bandaríkjunum árið 1978. Myndin rataði í evrópsk kvikmyndahús ári seinna og nefndist þá KISS: ATTACK OF THE PHANTOMS. Hún var sýnd hér á landi í stuttan tíma árið 1981 og aftur árið 1983.
Í tilefni að 35 ár eru liðin frá því hún var frumsýnd í Evrópu hefur KISS Army Iceland ákveðið að sýna KISS: Attack Of The Phantoms í Bíó Paradís þann 19. September kl. 20:00. Upplýsingar um miðasölu í síma 6636248.