Wadjda, fyrsta bíómynd- in frá Sádí-Arabíu heimsfrumsýnd á Íslandi
Sádí- arabíska kvikmyndin Wadjda verður heimsfrumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 6. desember næstkomandi í samvinnu við UN Women á Íslandi.
Sádí- arabíska kvikmyndin Wadjda verður heimsfrumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 6. desember næstkomandi í samvinnu við UN Women á Íslandi.
Alls sóttu um 1300 manns fyrstu Evrópsku kvikmyndahátíðina í Reykjavík (REFF 2012) sem haldin var í Bíó Paradís 16.-25 nóvember.
Ný stuttmynd, Rabbit Hole, sem listamaðurinn Mundi Vondi leikstýrir verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl. 20:00. Myndina framleiddu Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir. Sérstakir boðsmiðar hafa verið gefnir út á frumsýninguna en almenningur er velkominn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.
Tomas Vinterberg leikstjóri Submarino, sem hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár, verður viðstaddur sérstaka sýningu á myndinni á vegum Græna ljóssins og Ting – norrænnar listahátíðar, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20:00. Að lokinni sýningu myndarinnar mun hann svara spurningum áhorfenda, undir stjórn Árna Svans Daníelssonar guðfræðings og meðlims rannsóknarhópsins Deus ex cinema.
Græna ljósið, sem sérhæfir sig í dreifingu á óháðum gæðakvikmyndum frá öllum heimshornum og Bíó Paradís, kvikmyndahús sem leggur áherslu á slíkar kvikmyndir, hafa innsiglað með sér samstarf um að myndir frá Græna ljósinu verði sýndar í bíóinu. Fyrsta myndin innan þessa samstarfs er Inní tómið (Enter the Void) eftir franska leikstjórann Gaspar Noé, en sýningar á henni hefjast þann 8. október.