DEUS EX CINEMA: Jesús frá Montreal (Jesus of Montreal)
Fyrsta sýning rannsóknarhópsins Deus ex cinema í Bíó Paradís verður þriðjudagskvöldið 5. október kl. 21. Allir eru velkomnir. Myndinni verður fylgt úr hlaði með stuttri innlýsingu og á eftir verða umræður.
JESÚS FRÁ MONTREAL
(Jesus of Montreal)
- Tegund: Leikin mynd
- Lengd: 120 mín
- Land: Kanada
- Leikstjóri: Denys Arcand
- Aðalhlutverk: Lothaire Bluteau, Catherine Wilkening, Johanne-Marie Tremblay
EFNI: Hópur leikara, sem tekur að sér að uppfæra helgileik um efni guðspjallanna, fer sínar eigin leiðir í túlkuninni og dregur í efa ýmsar viðteknar skoðanir á Jesú. Við það mætir hann andstöðu forystu rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Leikhópurinn verður hins vegar gagntekinn af viðfangsefninu og efni guðpjallanna raungerist í lífi hans, einkum aðalleikarans Daníels sem leikur Jesú Krist.
UMSÖGN: Jesús frá Montreal er ein þekktasta Jesúmynd sögunnar. Þetta er bæði hefðbundin Jesú-mynd og mynd um “kristsgerving” þar sem mörkin á milli persónu Jesú og leikarans sem leikur hann, verða stöðugt ógreinilegri. Spjótum er beint að yfirborðsmennsku, mannfyrirlitningu og græðgi annars vegar og hins vegar að hræsni trúarleiðtoga og valdníðslu kirkjustofnana.
Nánar má lesa um myndina á http://dec.is/is/jesusofmontreal
- DAGSKRÁ: Deus ex cinema
- SÝND: 5. október kl. 21