Inní tómið (Enter the Void)
Vegna fjölda áskorana sýnum við aftur þessa stórbrotnu mynd Gaspar Noé.
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2009
- Lengd: 150 mín.
- Land: Frakkland
- Leikstjóri: Gaspar Noé
- Aðalhlutverk: Nathaniel Brown, Paz de la Huerta, Cyril Roy, Emily Alyn Lind, Jesse Kuhn, Olly Alexander, Ed Spear, Masato Tanno
Smellið hér til að sjá stiklu.
Efni: Sögusvið myndarinnar er Tokyo og aðalsöguhetjan Oscar, ungur bandarískur eiturlyfjasali sem er skotinn af lögreglunni en heldur áfram að vaka yfir systur sinni, Lindu, sem draugur.
Umsögn: Enter the Void var draumaverkefni leikstjórans Gaspar Noé í mörg ár. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir velgengni fyrri myndar hans, Irréversible, að hann gat ráðist í framleiðslu myndarinnar.
Gagnrýnendur hafa ekki sparað stóru orðin: „Ein áhrifaríkasta og metnaðarfyllsta mynd sem gerð hefur verið“ segir Andrew O‘ Hehir hjá Salon.com og bætir við: „Framúrskarandi… eitthvað sem við höfum aldrei séð áður“. Peter Bradshaw hjá The Guardian segir Noé einnig gera eitthvað alveg nýtt við kvikmyndamiðilinn og fara með hann að mörkum hins mögulega.
Myndin hlaut sérstök verðlaun dómnefndar (Special Jury Award) og verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á Sitges kvikmyndahátíðinni á Spáni árið 2009 og verðlaun fyrir bestu myndina á Neuchâtel kvikmyndahátíðinni í Sviss árið 2010.
- DAGSKRÁ: Nýjar myndir
- SÝND AFTUR: Frá 6. nóvember