Stuttar og snarpar: fimm nýjar íslenskar stuttmyndir
Fimm nýjar íslenskar stuttmyndir sýndar laugardag og sunnudag kl. 16:30. Fjórar þeirra voru verðlaunaðar á Stuttmyndadögum í Reykjavík nú í vor og sú fimmta er splunkuný. Myndirnar eru: Áttu vatn eftir Harald Sigurjónsson (hlaut 1. verðlaun Stuttmyndadaga), Sykurmoli eftir Söru Gunnarsdóttur (2. verðlaun), Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson (3. verðlaun), Ofurkrúttið eftir Jónatan Arnar Örlyggson og Grím Björn Grímsson (áhorfendaverðlaun) og sú nýjasta, Crew eftir Harald Sigurjónsson.
Samanlagður sýningartími er um 70 mínútur. Myndirnar eru sýndar saman og í eftirfarandi röð:
OFURKRÚTTIÐ
- TEGUND OG ÁR: Stuttmynd, 2010
- LENGD: 16 mín.
- LAND: Ísland
- LEIKSTJÓRI: Jónatan Arnar Örlyggson og Grímur Björn Grímsson
- AÐALHLUTVERK: Sigurður Þór Óskarsson,Vala Kristín Eiríksdóttir, Jón Ragnar Jónsson
EFNI: Önundur lífir viðburðarlitlu lífi og lætur lítið fyrir sér fara. Hann hefur aftur á móti þvílíkan áhuga á teiknimyndahetjum þrátt fyrir að vera kominn á mentaskólaaldur. Þegar allt virðist vonlaust í lífi Önunds rekst hann á bíóauglýsingu með hetjunni hans Ofurkrúttinu(3D karakter). Í kjölfarið fellur hann í draumaheim þar sem honum er allt mögulegt. Hann nær fram hefndum og finnur sjálfstraustið í sér. Við það hefst nýr kafli í lífi Önunds, honum fer að ganga betur í lífinu og verður ástfanginn.
ÞYNGDARAFL
- TEGUND OG ÁR: Stuttmynd, 2010
- LENGD: 18 mín.
- LAND: Ísland
- LEIKSTJÓRI: Logi Hilmarsson
- AÐALHLUTVERK: Magnús Guðmundsson, Magnea Valdimarsdóttir, Damon Younger
EFNI: Leikur sér að hugmyndinni um “reality tunnels”. Á yfirborðinu fjallar hún um vináttu, ást, geimverur, kókaín og fötlun, ekki endilega í þessari röð.
UMSÖGN: (Dómnefnd Stuttmyndadaga 2010) Kom á óvart, frumleg og vel skrifuð. Náði að fara út fyrir raunveruleikann og hreyfði við þægindaskalanum.
SYKURMOLI
- TEGUND OG ÁR: Stuttmynd, 2010
- LENGD: 3 mín.
- LAND: Ísland
- LEIKSTJÓRI: Sara Gunnarsdóttir
- AÐALHLUTVERK: Guðrún Björg Einarsdóttir & Sigurbjörg Guðrún Karlsdóttir
EFNI: Lítil saga um það að vaxa úr grasi. (Animation).
UMSÖGN: (Dómnefnd Stuttmyndadaga 2010) Hnitmiðuð og kom frá hjartanu. Frásagnarformið var vel nýtt og hugmyndin var skemmtileg.
ÁTTU VATN?
- TEGUND OG ÁR: Stuttmynd, 2010
- LENGD: 17 mín.
- LAND: Ísland
- LEIKSTJÓRI: Haraldur Sigurjónsson
- AÐALHLUTVERK: Haraldur Ari Karlsson, Ásgrímur Guðnason og Arne K. Arneson
EFNI: Tveir menn hittast eftir að hafa kynnst stuttlega á einkamálasíðu á netinu. Þeir eru mjög feimnir.
UMSÖGN: (Dómnefnd Stuttmyndadaga 2010) Segir einlæga sögu. Við skynjuðum hugrekki í myndrænni frásögn og það er augljóst að hún var gerð á réttum forsendum. Leikurinn var áreynslulaus og augnablikin fengu að njóta sín.
CREW
- TEGUND OG ÁR: Stuttmynd, 2010
- LENGD: 17 mín.
- LAND: Ísland
- LEIKSTJÓRI: Haraldur Sigurjónsson
- AÐALHLUTVERK: Stefán Hallur Stefánsson, Ólafur S.K. Thorvaldz
EFNI: Leikari lendir í tilvistarkreppu á setti. Leikstjórinn reynir að tala um fyrir honum en allt kemur fyrir ekki. Fljótlega virðist allt ætla að stefna í algera ringulreið.
UMSÖGN: Hið skapandi ferli er svo sannarlega ferðalag inní óvissuna í þessari afar skondu kómedíu.
- DAGSKRÁ: Stuttar og snarpar
- SÝNDAR: 9.-10. okt., 16.-17. okt., 23.-24. okt. og 30.-31. okt.