Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Fatahönnuðurinn Mundi Vondi frumsýnir stuttmyndina Rabbit Hole á fimmtudagskvöld

Fatahönnuðurinn Mundi Vondi frumsýnir stuttmyndina Rabbit Hole á fimmtudagskvöld

Oct 26, 2010 Engin skoðun

Ný stuttmynd, Rabbit Hole, sem listamaðurinn Mundi Vondi leikstýrir verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl 20:00. Myndina framleiddu Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir. Sérstakir boðsmiðar hafa verið gefnir út á frumsýninguna en almenningur er velkominn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

Sýningin er í boði Bíó Paradísar en frjáls framlög eru vel þegin.

Rabbit Hole var tekin upp síðasta sumar í ágúst á hálendi Íslands og stóðu tökur yfir í um viku. Hér er á ferð súrrelísk mynd um för ungrar stúlku sem þarf að leysa ýmsar þrautir til að komast á þann leiðarenda sem hún óskar sér. Stuttmyndin var í upphafi gerð sem kynningarmyndband fyrir nýja fatalínu hjá Munda Design. Myndin var frumsýnd á tískuvikunni í París síðastliðinn október.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Brynja Jónbjarnardóttir fyrirsæta, Snorri Ásmundsson listamaður, Hrafnkell Flóki Kaktus tónlistarmaður úr Captain Fufanu og Stefán Finnbogason tónlistarmaður úr hljómsveitinni Sykur.

Tónlistin í myndinni er eftir Mr. Sillu og samdi hún tónlist sérstaklega fyrir alla myndina.

Kvikmyndatökumaður er Bjarni Fel og er myndin tekin upp á Canon 5D.

Klippari er Steffi Thors sem klippti meðal annars kvikmyndina Borgríki.

Mundi Vondi er listamaður og fatahönnuður og er nýbúin að opna nýja búð Mundi’s Boutique á Laugarvegi 37. Mundi var að sýna nýju fatalínuna sína í París á Paris Fashion Week í byrjun október. Mundi var einnig nýlega með opnun í gallerýinu Rove Project á Hoxton Square í London á listaverkum sem hann gerði með listamannahópnun MoMs sem samanstendur af Mundi, Ragnari Fjalari Lárussyni og Friðriki Svani Sigurðssyni þeir hafa einnig unnið mikið með listamannahópnum Gelatin frá París.

Fréttir/pistlar
Engin skoðun á “Fatahönnuðurinn Mundi Vondi frumsýnir stuttmyndina Rabbit Hole á fimmtudagskvöld”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.