Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Rabbit Hole (stuttmynd)

Rabbit Hole (stuttmynd)

Oct 26, 2010 Engin skoðun

Ný stuttmynd, Rabbit Hole, sem listamaðurinn Mundi Vondi leikstýrir verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl 20:00. Myndina framleiddu Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir. Sérstakir boðsmiðar hafa verið gefnir út á frumsýninguna en almenningur er velkominn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING.

  • Tegund og ár: Stuttmynd, 2010
  • Lengd: 17 mín.
  • Land: Ísland
  • Leikstjóri: Mundi Vondi
  • Aðalhlutverk: Brynja Jónbjarnardóttir, Snorri Ásmundsson, Hrafnkell Flóki Kaktus og Stefán Finnbogason.

EFNI: Súrrelísk mynd um för ungrar stúlku sem þarf að leysa ýmsar þrautir til að komast á þann leiðarenda sem hún óskar sér.

UMSÖGN: Myndin var tekin upp síðasta sumar í ágúst á hálendi Íslands og stóðu tökur yfir í um viku. Hún var í upphafi gerð sem kynningarmyndband fyrir nýja fatalínu hjá Munda Design. Myndin var frumsýnd á tískuvikunni í París síðastliðinn október.

Kvikmyndir
Engin skoðun á “Rabbit Hole (stuttmynd)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.