Rabbit Hole (stuttmynd)
Ný stuttmynd, Rabbit Hole, sem listamaðurinn Mundi Vondi leikstýrir verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl 20:00. Myndina framleiddu Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir. Sérstakir boðsmiðar hafa verið gefnir út á frumsýninguna en almenningur er velkominn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.
AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING.
- Tegund og ár: Stuttmynd, 2010
- Lengd: 17 mín.
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Mundi Vondi
- Aðalhlutverk: Brynja Jónbjarnardóttir, Snorri Ásmundsson, Hrafnkell Flóki Kaktus og Stefán Finnbogason.
EFNI: Súrrelísk mynd um för ungrar stúlku sem þarf að leysa ýmsar þrautir til að komast á þann leiðarenda sem hún óskar sér.
UMSÖGN: Myndin var tekin upp síðasta sumar í ágúst á hálendi Íslands og stóðu tökur yfir í um viku. Hún var í upphafi gerð sem kynningarmyndband fyrir nýja fatalínu hjá Munda Design. Myndin var frumsýnd á tískuvikunni í París síðastliðinn október.