Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Litið um öxl

Litið um öxl

Oct 29, 2010 1 skoðun

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) og Norræna húsið sýna úrval eldri mynda leikstjóranna fimm sem tilnefndir eru til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna 2010. Sýnd verður ein af eldri myndum hvers leikstjóra sem tilnefndur er í ár og fara sýningarnar fram í Bíó Paradís, dagana 29.október til 4. nóvember.

Myndirnar eru:

Fullorðið fólk (Voksne mennesker/Dark Horse)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2005
  • Lengd: 109 mín.
  • Land: Ísland/Danmörk
  • Leikstjóri: Dagur Kári
  • Aðalhlutverk: Jakob Cedergren, Nicolas Bro, Tilly Scott Pedersen, Morten Suurballe

EFNI: Mynd um ungan og ábyrgðarlausan mann, besta vin hans og stúlku. Í þessari klikkuðu gamanmynd sannast hið fornkveðna að óvenjulega leynist oftar en ekki í venjulegum hversdagsleikanum.

  • SÝND: Fös 29. okt kl. 22:30 / Sun 31. okt kl. 22:30 / Þri 2. nóv kl. 18:30

Veislan (Festen/The Celebration)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1998
  • Lengd: 105 mín.
  • Land: Danmörk
  • Leikstjóri: Thomas Vinterberg
  • Aðalhlutverk: Ulrich Thomsen, Henning Moritzen, Thomas Bo Larsen, Paprika Steen

EFNI: Margverðlaunuð dogma-mynd Thomas Vinterberg flettir ofan af fjölskylduleyndarmálunum sem leynast gjarna undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins. Áleitin og óvægin mynd um skuggahliðar manneskjunnar.

  • SÝND: Lau 30. okt. kl. 22:30 / Mán 1. nóv kl. 18:30 / Fim 4. nóv. kl. 18:30

Gestur (Ensimmäinen Eskelinen/Visitor)

  • Tegund og ár: Stuttmynd, 2007
  • Lengd: 15 mín.
  • Land: Finnland
  • Leikstjóri: Mika Hotakainen
EFNI: Þar sem útilokað er að ræða málin til að leysa þau, er óhjákvæmilegt að margvíslegur misskilningur og furðuleg atvik setji svip sinn á heimsókn Joona til pabba síns, Antto, sem býr í Lapplandi. Kolsvört gamanmynd sem fjallar um samband föður og sonar. Sýnd um leið og finnska heimildarmyndin Sálna sálir (Steam of Life).
  • SÝND: Fös 29. okt kl. 22:10 / Sun 31. okt kl. 18:10 / Þri 2. nóv kl. 20:10 / Mið 3. nóv kl. 18:10

Vetrarkoss (Vinterkyss/Kissed by Winter)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2005
  • Lengd: 84 mín.
  • Land: Noregur
  • Leikstjóri: Sara Johnsen
  • Aðalhlutverk: Annika Hallin, Kristoffer Joner, Fridtjov Saheim

EFNI: Hversdagslíf Victoríu umturnast og fortíð hennar kemur upp á yfirborðið þegar lík ungs manns finnst í snjóskafli. Vetrarkoss er saga um tvö slys; annað er grunsamlegt, hitt ólýsanlegt.

  • SÝND:Lau 30. okt kl. 18:30 / Mán 1. nóv kl. 22:30 / Mið 3. nóv kl. 18:30

Gitmo

  • Tegund og ár: Heimildamynd, 2006
  • Lengd: 80 mín.
  • Land: Svíþjóð
  • Stjórnendur: Tarik Saleh, Erik Gandini
EFNI: Leit tveggja kvikmyndagerðarmanna um sannleikann á bakvið Gitmo-fangabúðirnar leiða þá frá Guantanamo-flóa til Washington og frá Atokkhólmi til Abu Ghraib í Írak. Hægt og bítandi birtist veruleikinn í allri sinni skelfingu.
  • SÝND: Lau 30. okt. kl. 16:30 / Mið 3. nóv kl. 22:30 / Fim 4. nóv. kl. 22:30
Kvikmyndir

Ein skoðun to “Litið um öxl”

  1. Dagskrá vikunnar í Bíó Paradís : Vinkill.is says:

    […] Að auki verður ein eldri mynd frá öllum tilnefndu leikstjórunum sýnd í boði RIFF. Myndirnar eru: Voksne mennesker, Festen, Visitor, Vinterkyss og Gitmo. Sjá nánar hér. […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.