Litið um öxl
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) og Norræna húsið sýna úrval eldri mynda leikstjóranna fimm sem tilnefndir eru til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna 2010. Sýnd verður ein af eldri myndum hvers leikstjóra sem tilnefndur er í ár og fara sýningarnar fram í Bíó Paradís, dagana 29.október til 4. nóvember.
Myndirnar eru:
Fullorðið fólk (Voksne mennesker/Dark Horse)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2005
- Lengd: 109 mín.
- Land: Ísland/Danmörk
- Leikstjóri: Dagur Kári
- Aðalhlutverk: Jakob Cedergren, Nicolas Bro, Tilly Scott Pedersen, Morten Suurballe
EFNI: Mynd um ungan og ábyrgðarlausan mann, besta vin hans og stúlku. Í þessari klikkuðu gamanmynd sannast hið fornkveðna að óvenjulega leynist oftar en ekki í venjulegum hversdagsleikanum.
- SÝND: Fös 29. okt kl. 22:30 / Sun 31. okt kl. 22:30 / Þri 2. nóv kl. 18:30
Veislan (Festen/The Celebration)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1998
- Lengd: 105 mín.
- Land: Danmörk
- Leikstjóri: Thomas Vinterberg
- Aðalhlutverk: Ulrich Thomsen, Henning Moritzen, Thomas Bo Larsen, Paprika Steen
EFNI: Margverðlaunuð dogma-mynd Thomas Vinterberg flettir ofan af fjölskylduleyndarmálunum sem leynast gjarna undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins. Áleitin og óvægin mynd um skuggahliðar manneskjunnar.
- SÝND: Lau 30. okt. kl. 22:30 / Mán 1. nóv kl. 18:30 / Fim 4. nóv. kl. 18:30
Gestur (Ensimmäinen Eskelinen/Visitor)
- Tegund og ár: Stuttmynd, 2007
- Lengd: 15 mín.
- Land: Finnland
- Leikstjóri: Mika Hotakainen
- SÝND: Fös 29. okt kl. 22:10 / Sun 31. okt kl. 18:10 / Þri 2. nóv kl. 20:10 / Mið 3. nóv kl. 18:10
Vetrarkoss (Vinterkyss/Kissed by Winter)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2005
- Lengd: 84 mín.
- Land: Noregur
- Leikstjóri: Sara Johnsen
- Aðalhlutverk: Annika Hallin, Kristoffer Joner, Fridtjov Saheim
EFNI: Hversdagslíf Victoríu umturnast og fortíð hennar kemur upp á yfirborðið þegar lík ungs manns finnst í snjóskafli. Vetrarkoss er saga um tvö slys; annað er grunsamlegt, hitt ólýsanlegt.
- SÝND:Lau 30. okt kl. 18:30 / Mán 1. nóv kl. 22:30 / Mið 3. nóv kl. 18:30
Gitmo
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2006
- Lengd: 80 mín.
- Land: Svíþjóð
- Stjórnendur: Tarik Saleh, Erik Gandini
- SÝND: Lau 30. okt. kl. 16:30 / Mið 3. nóv kl. 22:30 / Fim 4. nóv. kl. 22:30
[…] Að auki verður ein eldri mynd frá öllum tilnefndu leikstjórunum sýnd í boði RIFF. Myndirnar eru: Voksne mennesker, Festen, Visitor, Vinterkyss og Gitmo. Sjá nánar hér. […]