Kvennastríðið (Kvinnornas krig)
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2009
- Lengd: 20 mín.
- Land: Svíþjóð (enskur texti)
- Stjórnandi: Marika Griehsel
EFNI: Myndin fjallar um nauðganir í stríðunum í Austur-Kongó og Bosníu. Leiddar eru saman konur frá báðum löndum og segja þær frá reynslu sinni. Í báðum löndum hafa nauðganir verið notaðar sem vopn. Nýlegar fréttir um að 300 konum hafi verið nauðgað í Austur-Kongó hafa vakið mikinn óhug, enda fóru þær framhjá Friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.
UMSÖGN: Þetta er fyrsta myndin í bíó-fundasyrpu sem félög og stofnanir Sameinuðu þjóðanna munu standa fyrir með reglulegu millibili í Bíó Paradís í vetur. Á eftir sýningu myndarinnar munu Íris Kristjánsdóttir lögfræðingur, Edda Jónsdóttir mannréttindafræðingur og Bergljót Arnalds rithöfundur ræða um efni myndarinnar við áhorfendur.
Við sama tækifæri verður opnuð í bíóinu sýning á auglýsingum sem komust í úrslit í nýlegri samkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn fátækt í heiminum.
Að sýningunum í Bíó Paradís standa UNIFEM á Íslandi (hluti af Jafnréttisstofnun SÞ – UN Women), Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Aðgangseyrir er 750 kr.
- DAGSKRÁ: Heimskringla
- SÝND: 8. nóvember 2010, kl. 20:00