KRAKKABÍÓ: Rokkskólinn (School of Rock)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2003
- Lengd: 108 mín.
- Land: Bandaríkin – ÍSLENSKUR TEXTI.
- Leikstjóri: Richard Linklater
- Aðalhlutverk: Jack Black, Mike White, Joan Cusack
EFNI: Rokkara sem dreymir um frægð en hefur ekki erindi sem erfiði, gerist forfallakennari og byrjar að fræða börnin um dásemdir rokktónlistarinnar.
UMSÖGN: Það er vart annað hægt en að bráðna sem smjör gagnvart þessari sjarmerandi mynd um ástríðufullan en dálítið sjálfmiðaðan náunga sem lærir að gefa af sér. Frábær tónlist og svo er hún drepfyndin líka!
- DAGSKRÁ: Krakkabíó
- SÝND: 13. og 14. nóvember kl. 16.