ÍSLENSKT BÍÓ: Órói, Brim, Inhale
Bíó Paradís býður uppá þrjár bíómyndir eftir íslenska leikstjóra sem gengið hafa mjög vel í kvikmyndahúsunum að undanförnu og fengið afar fína dóma; Óróa eftir Baldvin Z., Brim eftir Árna Ásgeirsson og Inhale eftir Baltasar Kormák.
Órói
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 9o mín.
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Baldvin Z.
- Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Haraldur Ari Stefánsson, Elías Helgi Kofoed-Hansen, Birna Rún Eiríksdóttir, María Birta Bjarnadóttir, Kristín Pétursdóttir, Vilhelm Þór Neto
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 26. nóvember
EFNI: Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu. Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur “Strákarnir með strípurnar” og “Rótleysi, rokk og rómantík” sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Brim
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 95 mín.
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Árni Ásgeirsson
- Aðalhlutverk: Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar Eggert Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egilsson , Víkingur Kristjánsson, Andri Kjartan, Valdimar Ágúst Eggertsson
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 26. nóvember
EFNI: Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Í innbyrðis átökum og baráttu við náttúröflin þarf þessi sundurleiti hópur að standa saman og mæta örlögum sínum í sjóferð sem tekur óvænta stefnu.
Inhale
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 95 mín.
- Land: Bandaríkin, Ísland
- Leikstjóri: Baltasar Kormákur
- Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, Diane Kruger, Vincent Perez, Jordi Mollà, Michelle Chydzik Sowa, Sam Shepard
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 26. nóvember
EFNI: Paul og Diane eiga dóttur sem glímir við erfiðan lungnasjúkdóm og þarf lungnaígræðslu eigi hún að lifa af. Þau fá litla hjálp frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum og þurfa að fara aftast á biðlista, sem gerir vonir dóttur þeirra um að lifa af afar litlar. Í stað þess að gefast upp ákveður Paul að leita annarra leiða til að bjarga lífi hennar og fer yfir landamærin til Mexíkó til að semja við fólk þeim megin um líffæraflutning, algerlega án nokkurra leyfa og með töluverðri áhættu fyrir sjálfan sig.
Málin flækjast svo fljótlega upp að því marki að Paul þarf að keppa við tímann og setja líf sitt í stórhættu í þeirri von að bjarga lífi dóttur sinnar.