Borgaraleg hegðun
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
- Lengd: 45 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnendur: Alba Solis, Auður Hreiðarsdóttir, Gunnhildur Melsted, Helga Hrönn Þorsteinsdóttir, Herborg Árnadóttir (Borghildur)
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: 3. desember kl. 20:00
EFNI: Hópurinn Borghildur samanstendur af fimm arkitektanemum við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Borgaraleg hegðun er byggð á rannsókn sem Borghildur gerði síðastliðið sumar. Borghildur skoðaði mannlíf og notkun á torgum, görðum og göturýmum í miðbæ Reykjavíkur.
Sýningin verður föstudaginn 3. desember klukkan 20:00. Örstutt kynning verður á rannsókn Borghildar áður en sýning hefst og eftir 45 mínútna sýningu verður boðið upp á léttar veigar.
Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.