Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Legendary laugardagar: Draugasaga og Tilbury

Legendary laugardagar: Draugasaga og Tilbury

Dec 06, 2010 Engin skoðun

Legendary laugardagur með Ómari Haukssyni í Bíó Paradís 11. desember kl. 22:10.

Draugasaga

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1985
  • Lengd: 70 mín.
  • Land: Ísland (RÚV)
  • Leikstjóri: Viðar Víkingsson
  • Handrit: Viðar Víkingsson, Oddur Björnsson
  • Aðalhlutverk: Kristján Franklín Magnúss, Sigurjóna Sverrisdóttir, Rúrik Haraldsson
  • Dagskrá: Legendary laugardagar með Ómari Haukssyni
  • Sýnd : 11. desember

EFNI: Húsvörður í (gamla) Sjónvarpshúsinu við Laugaveg glímir við magnaðan draugagang.

UMSÖGN: Ólafur Jóhannesson gagnrýnandi Morgunblaðsins, hélt vart vatni eftir sýningu myndarinnar: “Risinn er nýr dagur og á brottu hinn myrki seiður næturinnar, en í brjósti ótínds sjónvarpsglápara á eyskeri við hið ysta haf er vakin stolt grunsemd um að hafa eignast andartak sagnameistara er skyggir á sagnameistara milljónaþjóðanna. Mann sem getur sagt draugasögu á filmu án þess að útbía allt í blóðsulli. Á slíkum stundum gleymist sú staðreynd að vér fyllum vart nema svo sem hálft úthverfi í Ríó. Jafnvel læðist sá grunur að fávísum eyjarskeggja, að hér leynist ef til vill sagnameistarar sem kunna þá list að vekja ugg, kátínu, sorg eða munúð í brjósti milljónanna. Kannski verður sú Iist í mestum hávegum höfð á þeirri „öld sagnameistaranna” er sumir nefna upplýsingaöld.” Sjá dóminn í heild sinni hér.

Tilbury

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1987
  • Lengd: 70 mín.
  • Land: Ísland (RÚV)
  • Leikstjóri: Viðar Víkingsson
  • Handrit: Viðar Víkingsson, byggt á samnefndri smásögu Þórarins Eldjárn
  • Aðalhlutverk: Kristján Franklín Magnúss, Helga Bernhard, Karl Ágúst Úlfsson
  • Dagskrá: Legendary laugardagar með Ómari Haukssyni
  • Sýnd: 11. desember

EFNI: Hér segir af sveitapiltinum Auðni Runólfssyni og prestsdótturinni Guðrúnu Innness frá Ýsufirði vestra. Þau fara suður á mölina árið 1940 og lenda í Bretavinnunni hvort með sínum hætti. Auðun steypir undirstöður undir hermannabragga, en Guðrún leggst með Tilbury ofursta í breska hernum. Þegar Auðun hyggst fylgjast með athöfnum Guðrúnar gerir hann skelfilega uppgötvun.

UMSÖGN: Úr umsögn gagnrýnanda Helgarpóstsins, Ólafs Engilbertssonar: “Áminning um forneskjuna sem bíður rétt handan við hornið. Við erum þrátt fyrir allt ekki komin langan veg frá miðaldamyrkrinu og það er sama hvernig við reynum að hylma yfir hungrið og lostann; þessar frumþarfir eru samt sem áður okkar ær og kýr enn í dag. Tilbury minnir okkur á það og undirritaður er þeirrar skoðunar að kvikmyndin sú arna sé með þeim eftirminnilegustu sem hér hafa verið gerðar í seinni tíð.” Sjá dóminn í heild sinni hér.

Evrópa, Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Legendary laugardagar: Draugasaga og Tilbury”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.