Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
KINO-KLÚBBUR: Myndir Tom Palazzolo

KINO-KLÚBBUR: Myndir Tom Palazzolo

Dec 09, 2010 Engin skoðun

Kinoklúbburinn:

Kinoklúbburinn er hluti af Kinosmiðju. Spanna sýningarnar vítt svið kvikmyndalistarinnar , hvort sem það eru stuttmyndir eða myndir í fullri lengd. Þetta er vettvangur sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna sem vinna með smærri tegund filmu þ.e súper8 og 16mm en ýmis tækni er viðhöfð við gerð þess konar mynda.

Heimildarmyndir – hreyfimyndir – kvikmyndadagbækur – framúrstefnu og listrænar kvikmyndir eru dæmi um tegundir mynda sem sýndar eru en oftast nær er ákveðið yrkisefni og/eða kvikmyndagerðarmaður í brennidepli á sýningarkvöldunum.

Ásamt því að sýna myndir frá öllum heimshornum þjónar klúbburinn sem vettvangur til að sýna afrakstur af starfsemi Kinosmiðju.

Tom Palazzolo

Að þessu sinni beinir Kinoklúbbur sjónum sínum að ameríska kvikmyndagerðamanninum Tom Palazzolo.

Tom Palazzolo hóf að gera myndir um Chicago borg árið 1965 og hefur borgin verið efniviður hans allt fram til dagsins í dag.  Hann fangar daglega atburði sem gefa borginni sérstöðu og litríkt mannlíf sem gerir hana einstaka.  Þrátt fyrir að einbeita sér nær eingöngu að sögusviði Chicago borgar  nær hann að velta upp hugmyndum um ameríska sögu, mannréttindabaráttuna og tjáningarfrelsið í myndum sínum og gefa innsýn í flóru mannlegrar reynslu er ná langt út fyrir borgarmörkin.

 

Palazzolo er einn af frumkvöðlum óhefðbundinnar kvikmyndagerðar í Bandaríkjunum og hafa verk hans verið sýnd á helstu kvikmyndahátíðum og listasöfnum heims.

Tatooed Lady

  • Tegund og ár: Tilraunamynd, 1967
  • Lengd: 14 mín. (16mm)
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Tom Palazzolo
  • DAGSKRÁ: Kino-klúbburinn
  • SÝND: 14. desember

EFNI: Ferð um hinn ævintýralega skemmtigarð Riverview í Chicago þar sem við kynnumst einum frægasta íbúa staðarins.

He

  • Tegund og ár: Tilraunamynd, 1966
  • Lengd: 8 mín. (16mm)
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Tom Palazzolo
  • DAGSKRÁ: Kino-klúbburinn
  • SÝND: 14. desember

EFNI: Maðurinn er skrítin skepna.  Í myndinni kynnumst við  Abe Lincoln eftirhermu, fylgjumst með nöktum sundmanni í janúar og fleiri kynlegir kvistir koma við sögu.

Jerry’s

  • Tegund og ár: Tilraunamynd, 1976
  • Lengd: 10 mín. (16mm)
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Tom Palazzolo
  • DAGSKRÁ: Kino-klúbburinn
  • SÝND: 14. desember

EFNI: Gamansöm mannlífsstúdía um háværan og stjórnlausan kjörbúðareiganda í Chicago.

 

Love It/Leave It

  • Tegund og ár: Tilraunamynd, 1973
  • Lengd: 15 mín. (16mm)
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Tom Palazzolo
  • DAGSKRÁ: Kino-klúbburinn
  • SÝND: 14. desember

EFNI: Trúðar, nekt, skrúðgöngur, löggur, mótmæli, hafnarbolti, íþróttir, bílar, og mannfjöldinn heitir tryggð; “Love it” ! að eilífu.

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “KINO-KLÚBBUR: Myndir Tom Palazzolo”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.