LEGENDARY LAUGARDAGAR: Silent Night, Deadly Night 2
Legendary laugardagur með Ómari Haukssyni eru kvöld í Bíó Paradís þar sem áhorfendum gefst kostur á að horfa á sjaldséðar cult myndir og hafa gaman af. Fésbókarsíðan er hér.
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1987
- Lengd: 88 mín.
- Land: Bandaríkin
- Leikstjóri: Lee Harry
- Aðalhlutverk: Eric Freeman, James Newman og Elizabeth Kaitan
- Dagskrá: Legendary laugardagar með Ómari Haukssyni
- Sýnd : 18. desember
EFNI: Ricky, bróðir morðingjans í fyrstu myndinni, segir sálfræðingi frá því hvernig hann varð að morðingja sjálfur eftir að bróðir hans dó.
UMSÖGN: Svona til að kveikja upp í jóla andanum! Mynd þessi er með eindæmum slæm og er nálægt toppnum á verstu myndum sem gerðar hafa verið. Er það aðalleikaranum Eric Freeman að þakka að myndin hefur náð þessum status en hann sýnir einstakan leiksigur í þessari ræmu. Á undan myndinni verður jóla stuttmyndin Treevenge, eftir Jason Eisener, sýnd.