Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Bleiki Pardusinn snýr aftur!

Bleiki Pardusinn snýr aftur!

Jan 04, 2011 Engin skoðun

Við sýnum fimm myndir úr hinum geysivinsæla bálki um Bleika Pardusinn með Peter Sellers; The Pink Panther, A Shot in the Dark, The Pink Panther Strikes Again, The Return of the Pink Panther og Revenge of the Pink Panther. Í minningu Blake Edwards, leikstjóra myndanna, sem lést þann 15. desember s.l.

Bleiki Pardusinn (The Pink Panther)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1963
  • Lengd: 115 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Blake Edwards
  • Aðalhlutverk: David Niven, Peter Sellers og Robert Wagner
  • Dagskrá: Vika Bleika Pardusins
  • Sýnd: 7.-13.  janúar 2011

EFNI: Í þessari fyrstu mynd um Bleika Pardusinn reynir hrakfallabálkurinn Clouseau að hafa uppá djörfum gimsteinaþjóf sem reyndar er beint fyrir framan nefið á honum.

Skot í myrkri (A Shot in the Dark)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1964
  • Lengd: 102 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Blake Edwards
  • Aðalhlutverk: Peter Sellers, Elke Sommer og George Sanders
  • Dagskrá: Vika Bleika Pardusins
  • Sýnd: 7.-13.  janúar 2011

EFNI: Morðin hlaðast upp og hinn gullfallega Maria virðist vera sökudólgurinn en Clouseau lögregluforingja er algerlega fyrirmunað að koma auga á það, yfirmanni hans til mikillar armæðu.

Bleiki Pardusinn snýr aftur (The Return of the Pink Panther)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1975
  • Lengd: 113 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Blake Edwards
  • Aðalhlutverk: Peter Sellers, Christopher Plummer og Catherine Schell
  • Dagskrá: Vika Bleika Pardusins
  • Sýnd: 7.-13.  janúar 2011

EFNI: Clouseau lögregluforingja er falið að rannsaka hið dularfulla hvarf demantsins Bleika Pardusins. Hið eina sem hann hefur að styðjast við er hanskinn sem hinn kunni meistaraþjófur Skuggi skilur ávallt eftir sig.

Bleiki Pardusinn aftur og nýbúinn (The Pink Panther Strikes Again)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1976
  • Lengd: 103 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Blake Edwards
  • Aðalhlutverk: Peter Sellers, Herbert Lom og Lesley-Anne Down
  • Dagskrá: Vika Bleika Pardusins
  • Sýnd: 7.-13.  janúar 2011

EFNI: Clouseau lögregluforingja er falið að rannsaka hið dularfulla hvarf demantsins Bleika Pardusins. Hið eina sem hann hefur að styðjast við er hanskinn sem hinn kunni meistaraþjófur Skuggi skilur ávallt eftir sig.

Hefnd Bleika Pardusins (Revenge of the Pink Panther)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1978
  • Lengd: 99 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Blake Edwards
  • Aðalhlutverk: Peter Sellers, Herbert Lom og Burt Kwouk
  • Dagskrá: Vika Bleika Pardusins
  • Sýnd: 7.-13.  janúar 2011

EFNI: Dreyfus lögreglustjóra er stórum létt þegar hann fær fregnir af dauða síns erkifjanda, Clouseau. Honum er sleppt af hælinu og hann horfir björtum augum til framtíðar. Clouseu er hinsvegar alls ekki dauður en ákveður að nota tækifærið og þykjast vera það um sinn til að komast að því hver fyrirskipaði dráp hans. En hvernig bregst Dreyfus við þegar hann uppgötvar að martröð sín er ekki á enda?

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Bleiki Pardusinn snýr aftur!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.