Uppistandsstelpur + uppistand!
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
- Lengd: 67 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnandi: Áslaug Einarsdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd : 7. janúar 2011
EFNI: Uppistandsstelpur fylgir eftir ellefu ungum konum sem eru orðnar leiðar á kvennaleysi í uppistandi á Íslandi. Þær ákveða að stofna sjálfar uppistandshóp en nær engin þeirra hefur komið nálægt grínsviðinu áður. Stelpurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, frá anarkistum og magadansmeyjum til lesbískra doktorsnema og húsmæðra í Vogunum. En eru þær fyndnar? Fylgst er með sorgum þeirra og sigrum, drama og djóki.
Á eftir sýningu myndarinnar verða þrjár uppistandsstelpurnar, Helga Tryggvadóttir, Ugla Egilsdóttir og Alma Geirdal með lifandi uppistand í salnum.