Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
KINO-KLÚBBURINN: Maya Deren á 16mm; einstakur menningarviðburður

KINO-KLÚBBURINN: Maya Deren á 16mm; einstakur menningarviðburður

Jan 11, 2011 Engin skoðun

Kinoklúbburinn er hluti af Kinosmiðju. Spanna sýningarnar vítt svið kvikmyndalistarinnar , hvort sem það eru stuttmyndir eða myndir í fullri lengd. Þetta er vettvangur sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna sem vinna með smærri tegund filmu þ.e súper8 og 16mm en ýmis tækni er viðhöfð við gerð þess konar mynda.

Heimildarmyndir – hreyfimyndir – kvikmyndadagbækur – framúrstefnu og listrænar kvikmyndir eru dæmi um tegundir mynda sem sýndar eru en oftast nær er ákveðið yrkisefni og/eða kvikmyndagerðarmaður í brennidepli á sýningarkvöldunum.

Ásamt því að sýna myndir frá öllum heimshornum þjónar klúbburinn sem vettvangur til að sýna afrakstur af starfsemi Kinosmiðju.

Maya Deren

Maya Deren fæddist í Kiev árið 1917 og hét þá Elenora Derenowsky. Faðir hennar var geðlæknir og árið 1922 fluttist fjölskyldan til Bandaríkjanna og settist að í Syracuse í New York ríki. Hún útskrifaðist með MA gráðu í bókmenntafræði frá Smith College árið 1938. Hún var virkur meðlimur í bandaríska sósíalistaflokknum á fjórða áratugnum.

Hún fékk áhuga á nútímadansi og vann sem ritari og í kynningarmálum hjá Katherine Dunham dansflokknum. Á ferðalagi með dansflokknum hitti hún kvikmyndagerðarmanninn Alexander Hammid, sem hafði flutt til Bandaríkjanna frá Tékklandi, og giftist honum. Hammid vann með henni við gerð fyrstu kvikmyndar hennar, Meshes in the Afternoon árið 1943. Sú mynd var tekinn á 16 mm Bolex filmu á tveimur vikum. Árið 1944 gerði hún kvikmyndina At Land, árið 1945 gerði hún A Study In Choreography For The Camera og árið 1946 Ritual In Transfigured Time. Á þessum árum vann Deren einnig að myndinni Witches Cradle sem er ekki fullgerð.

Deren hlaut hlaut styrk frá Guggenheim stofnuninni árið 1947 fyrir framlag sitt til  skapandi kvikmyndagerðar og fór í framhaldi af því til Haítí þar sem hún tók myndir af Voudoun helgiathöfnum og dönsum. Bók hennar um Voudon í Haítí, The Divine Horsemen, var árum saman meginritið um það efni. Hún lauk aldrei sjálf við samnefnda kvikmynd, en myndin var klippt eftir andlát hennar af Teiji Ito, eftirlifandi eiginmanni hennar, og seinni konu hans Cheryl. Deren gerði tvær aðrar kvikmyndir: Meditation On Violence (1948) og The Very Eye Of Night.

Maya Deren vann öturlega að því að afla fjármuna og koma á fót vinnuaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðafólk í Bandaríkjunum. Hún stofnaði The Creative Film Foundation og starf hennar leiddi til stofnunnar fyrsta samvinnufélags kvikmyndargerðarmanna í New York. Hún skrifaði fjölda greina í tímarit um kvikmyndagerð, bæði fræðilegar og tæknilegar, og einnig greinar um kvikmyndagerð í vinsæl bandarísk kvennatímarit. Árit 1946 gaf hún frá sér ritið Anagram Of Ideas On Art, Form and Film.

Hún lést af völdum heilablæðingar árið 1961.

(texti tekinn upp úr greininni: Maya DEREN: A programme of films representing her work selected by Judith Higginbottom & Felicity Sparrow, Circles 1984 – now Cinenova)

Ítarlega grein um Deren má finna hér.

Ritual in Transfigured Time  1946 | 16mm | b/w si |14′ 00

Ritual in Transfigured time sýnir hreyfingar sem bjóða áhorfandanum að hreyfa sig í takt við þær. Þar með segir hann skilið við hið kunnuglega og gefur sig á vald óþekktra dansfélaga. Þessi þögla stuttmynd hefst í heimilislegu umhverfi, færir sig þaðan yfir í partýsenu og lýkur með nútímadanssýningu utandyra. Hreyingar og dans eru miðpunktur myndarinnar og límið sem festir hana saman.

Meshes of the Afternoon  1943 | 16mm | b/w so | 14′ 00

Stórt blóm, útlínur manneskju sem gengur rösklega burt, húslykill, brauðhnífur, símtól, og plötuspilari sem snýst hring eftir hring, tákna hreyfanleika hversdagslegra hluta í Meshes of the Afternoon. Við sjáum hægar breytingar og breytilega samsetningu hlutanna og smám saman blandast saman fyrir augum okkar veruleikinn eins og hann er og veruleikinn eins og við skynjum hann.

At Land   1944 | 16mm | b/w si | 14′ 00

Draumkennd mynd þar sem aðalsöguhetjunni er skolað á land og hefst þá skrítið ferðalag þar sem hún hittir fyrir fólk og fleiri gerðir af sjálfri sér.  Deren sagði eitt sinn sjálf að þetta væri saga um baráttuna við að halda í persónuleika sinn.

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “KINO-KLÚBBURINN: Maya Deren á 16mm; einstakur menningarviðburður”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.