Ástarfuni (Io sono l’amore)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 120 mín.
- Land: Ítalía
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Luca Guadagnino
- Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Flavio Parenti og Edoardo Gabbriellini
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 4. febrúar 2011
EFNI: Harmræn ástarsaga sem gerist um aldamótin í Mílanó. Líf hinnar forríku Recchi fjölskyldu er að gangast undir miklar breytingar. Fjölskyldufaðirinn, Eduardo eldri, kemur öllum á óvart með því að tilnefna tvo úr fjölskyldunni sem eftirmenn sína, Tancredi son sinn og Edo barnabarn sitt. Hugur Edo stendur hinsvegar til að opna veitingastað ásamt Antonio vini sínum, sem er hæfileikaríkur matreiðslumaður. Emma (Tilda Swinton), eiginkona Tancredi og móðir Edo er límið í fjölskyldunni, Rússi að uppruna en hefur lagað sig að ítölskum háttum. Tilveru hennar er snúið á hvolf þegar hún verður ástfangin af Antonio og þau hefja sjóðandi heitt en leynilegt ástarsamband sem mun umbylta lífi fjölskyldunnar.
UMSÖGN: Ástarfuni hefur hlotið fantagóðar viðtökur, enda stórkostleg veisla fyrir augu og eyru, fersk og safarík kvikmyndagerð, full af fegurð og ástríðum. Variety kallar hana “sláandi afrek”, Roger Ebert segir hana “undursamlega, djúpa, safaríka og afar mannlega.” Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir búningahönnun.