Annað ár (Another Year)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 129 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri:Mike Leigh
- Aðalhlutverk: Jim Broadbent, Ruth Sheen og Lesley Manville
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 11. febrúar 2011
EFNI: Myndin fjallar um eldri hjón sem hefur tekist að varðveita hamingjuna í sambandinu og lífi sínu allt til dagsins í dag. En þau eru umkringd vinum, starfsfélögum og fjölskylumeðlimum sem eru ekki jafn heppin og þau og eiga erfiðara með að finna hamingjuna. Á einu ári fylgjumst við með hjónunum ganga í gegnum árstíðarnar fjórar með vinum og vandamönnum.
UMSÖGN: Hér er nýjasta perlan frá meistara Mike Leigh og gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé ein hans allra besta mynd. Jim Broadbent, Leslie Manville og Ruth Sheen sýna stórleik. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handrit ársins.