Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
POWELL OG PRESSBURGER MÁNUÐUR: A Canterbury Tale (Kantaraborgarsaga)

POWELL OG PRESSBURGER MÁNUÐUR: A Canterbury Tale (Kantaraborgarsaga)

Feb 21, 2011 Engin skoðun

Leikstjórinn Michael Powell og handritshöfundurinn Emeric Pressburger ríktu yfir breskum kvikmyndum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Myndir þeirra voru ekki aðeins fáránlega skemmtilegar heldur einnig fullar af undrum og töfrum. Við sýnum fjórar af helstu myndum þeirra; Red Shoes (uppáhaldsmynd Martin Scorsese og fyrirrennari Black Swan), A Matter of Life and Death með David Niven, I Know Where I’m Going með Wendy Hiller og A Canterbury Tale – tilbrigði þeirra félaga við samnefndan sagnabálk Chaucers – nema bara allt öðruvísi!

HVER MYND ER SÝND ÞRISVAR SINNUM UM SITTHVERJA HELGI.

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1944
  • Lengd: 124 mín.
  • Land: Bretland
  • Texti: Nei (á ensku)
  • Leikstjóri: Michael Powell
  • Handrit: Emeric Pressburger og Michael Powell
  • Aðalhlutverk: Eric Portman, Sheila Sim og Dennis Price
  • Dagskrá: Powell og Pressburger mánuður
  • Sýnd: 25.-27. febrúar 2011

EFNI: Árið er 1943 og Bretland á í stríði. Ung stúlka, breskur liðþjálfi og amerískur starfsbróðir hans koma kvöld eitt með lestinni til smábæjar í nágrenni Kantaraborgar. Þar er ráðist á stúlkuna af ókunnum manni og lími hellt í hár hennar. Stúlkan fær hermennina til að hjálpa sér að finna árásarmanninn. Grunur beinist að virðulegum broddborgara bæjarins, sem er umhugað um varkárni í samskiptum heimamanna, sérstaklega kvenfólksins, við amerísku hermenninna. Þau ganga á hann í lestinni til Kantaraborgar og hann meðgengur. Í Kantaraborg bíður þeirra að þiggja blessun eða gera yfirbót.

UMSÖGN: Myndin tekur nafn sitt frá Kantaraborgarsögum Chaucers og byggir á inntaki þeirra að því leiti að lýsa sérkennilegum persónum í nokkurskonar pílagrímaför. Sagan gerist á stríðsárunum og var m.a. ætlað að fjalla um og styrkja samband Breta og Bandaríkjamanna og auka skilning milli þjóðanna, en á þessum tíma voru tugþúsundir bandarískra hermanna komnir til Bretlands að hjálpa til í stríðinu við Hitler.

Bretland, Evrópa, Kvikmyndir
Engin skoðun á “POWELL OG PRESSBURGER MÁNUÐUR: A Canterbury Tale (Kantaraborgarsaga)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.