Inside Job
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
- Lengd: 120 mín.
- Land: Bandaríkin
- Stjórnandi: Charles Ferguson
- Dagskrá: Endursýnd vegna Óskarsverðlauna (heimildamynd ársins)
- Sýnd frá: 4. mars 2011
Efni: Inside Job fjallar á ítarlegan hátt um efnahagshrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20 trilljónir Bandaríkjadala og olli því að milljónir manna misstu vinnuna og heimili sín í verstu niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan kreppan mikla reið yfir á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er byggð á ítarlegum rannsóknum og viðtölum við aðila úr lykilstöðum í fjármálalífi, stjórnmálalífi, fjölmiðlum og háskólum heimsins. Hún var tekin upp á Íslandi, í Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi, Singapúr og Kína.
Umsögn: Inside Job er einhver umtalaðasta mynd síðasta árs og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Meðal þess sem sérstaklega er tekið fyrir í myndinni er íslenska efnahagshrunið. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum sem heimildamynd ársins.