Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Inside Job

Inside Job

Mar 04, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
  • Lengd: 120 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Stjórnandi: Charles Ferguson
  • Dagskrá: Endursýnd vegna Óskarsverðlauna (heimildamynd ársins)
  • Sýnd frá: 4. mars 2011

Efni: Inside Job fjallar á ítarlegan hátt um efnahagshrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20 trilljónir Bandaríkjadala og olli því að milljónir manna misstu vinnuna og heimili sín í verstu niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan kreppan mikla reið yfir á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er byggð á ítarlegum rannsóknum og viðtölum við aðila úr lykilstöðum í fjármálalífi, stjórnmálalífi, fjölmiðlum og háskólum heimsins. Hún var tekin upp á Íslandi, í Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi, Singapúr og Kína.

Umsögn: Inside Job er einhver umtalaðasta mynd síðasta árs og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Meðal þess sem sérstaklega er tekið fyrir í myndinni er íslenska efnahagshrunið. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum sem heimildamynd ársins.

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Inside Job”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.