Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
The Fighter

The Fighter

Mar 04, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
  • Lengd: 115 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: David O. Russell
  • Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Christian Bale, Amy Adams og Melissa Leo
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 4. mars 2011

EFNI: The Fighter er sannsöguleg kvikmynd með stórleikurunum Mark Wahlberg og Christian Bale í aðalhlutverkum og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward. Micky var alltaf kallaður “Sá írski” og náði því að verða heimsmeistari í veltivigt. Myndin segir frá ævintýralegri leið hans að titlinum og samskiptum hans við hálfbróður sinn, Dicky, sem lenti ungur á glæpabrautinni og í dópneyslu og endaði að lokum í fangelsi. Dicky reyndist honum þó mikil stoð og stytta og er það honum að þakka að Micky náði á endanum að landa titlinum eftirsótta.

UMSÖGN: Þessi frábæra verðlaunamynd var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, m.a. sem besta mynd ársins, og hreppti að lokum tvenn verðlaun. Christian Bale hlaut Óskarsverðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki og Melissa Leo var valin besta leikkona í aukahlutverki. Þá var Amy Adams tilnefnd til sömu verðlauna en hún fer á kostum í hlutverki kærustu Mickys. Auk þess var myndin tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit og klippingu. Mynd sem þið viljið alls ekki missa af!

<iframe title=”YouTube video player” width=”560″ height=”349″ src=”http://www.youtube.com/embed/Hwv7kT9P0mg” frameborder=”0″ allowfullscreen></iframe>

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “The Fighter”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.