Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Grín og gaman frá Japan

Grín og gaman frá Japan

Mar 10, 2011 Engin skoðun

Dagana 10.-13. mars mun sendiráð Japans á Íslandi, í samstarfi við Bíó Paradís – heimili kvikmyndanna, standa fyrir sýningum á japönskum kvikmyndum í Bíó Paradís. Japanskir dagar hefjast 10. mars, kl. 19:30 og mun sendifulltrúi Japans á Íslandi, hr. Katsuhiro Natsume, halda stutt erindi við það tækifæri. Ókeypis er á allar sýningar á japönskum dögum.

Free and Easy (Special Version)

 

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1994
  • Lengd: 106 mín.
  • Leikstjóri: Azuma Morisaki
  • Aðalhlutverk: Toshiyuki Nishida, Rentarô Mikuni og Eri Ishida
  • Texti: Enskur
  • Sýnd: 10. mars kl. 20:00

 

Efni: Sérstök útgáfa af vinsælli gamanseríu sem byggð er á japanskri “manga” um tvo veiðifélaga, Densuke og Ichinosuke, yfirmann hans, og uppátæki þeirra. Í þessari mynd fer Densuke að gruna að Ichinosuke haldi við konu sína og einsetur sér að komast til botns í málinu.

Always Sunset on Third Street 2

 

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2007
  • Lengd: 146 mín.
  • Leikstjóri: Takashi Yamazaki
  • Aðalhlutverk: Maki Horikita, Hidetaka Yoshioka, Koyuki og Shinichi Tsutsumi
  • Texti: Enskur
  • Sýnd: 11. mars kl. 20:00

 

Efni: Fjölpersónusaga um ástir og örlög nokkurra íbúa í einu af verkamannahverfum Tókýó. Sagan gerist árið 1959 þegar japanska efnahagsundrið er í uppsiglingu.

South Bound

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2007
  • Lengd: 114 mín.
  • Leikstjóri: Yoshimitsu Morita
  • Aðalhlutverk: Etsushi Toyokawa, Yûki Amami, Shuto Tanabe og Keiko Kitagawa
  • Texti: Enskur
  • Sýnd: 12. mars kl. 20:00

Efni: Lífið og efnahagsástandið eru ekki nægilega kurteis við Uehara fjölskylduna í Tókýó að þeirra mati og þau ákveða að flytja til smáeyjar undan strönd Okinawa. Þau setjast þar að í yfirgefnu húsi en brátt kemur babb í bátinn þegar verktakar vilja fjölskylduna burt úr húsinu. Fjölskyldan ákveður að standa sameinuð um að verja heimili sitt.

Chibi Maruko-chan

 

  • Tegund og ár: Teiknimynd, 1990
  • Lengd: 94 mín.
  • Leikstjóri: Tsutomu Shibayama
  • Texti: Enskur
  • Sýnd: 13. mars kl. 16:00

 

EFNI: Teiknimynd byggð á vinsælum teiknimyndasögum sem fjalla um hina 9 ára Chibi Maruko-chan og uppátæki hennar í skólanum.

Tora-San to the Rescue

 

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1995
  • Lengd: 110 mín.
  • Leikstjóri: Yoji Yamada
  • Aðalhlutverk: Kiyoshi Atsumi, Ruriko Asaoka og Hidetaka Yoshioka
  • Texti: Enskur
  • Sýnd: 13. mars kl. 20:00

 

EFNI: Síðari hluti frægrar kvikmyndaseríu. Nostalgísk og hjartahlý kómedía um ástarraunir og tilheyrandi misskilning. Atsumi Kyoshi (Tora-San) var afar dáður í Japan og syrgður af allri þjóðinni við andlát sitt skömmu eftir frumsýningu þessarar myndar.

Japan, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Grín og gaman frá Japan”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.