Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
JACQUES DEMY MÁNUÐUR: Les Parapluies de Cherbourg (Regnhlífarnar í Cherbourg)

JACQUES DEMY MÁNUÐUR: Les Parapluies de Cherbourg (Regnhlífarnar í Cherbourg)

Mar 14, 2011 1 skoðun

JACQUES DEMY er algerlega sér á parti meðal evrópskra leikstjóra, rómantíker og fagurkeri sem unni dans- og söngvamyndum Hollywood en tók þá hefð og gerði að sinni með ómótstæðilegri blöndu angurværðar og lífsgleði. Við sýnum fjórar af helstu myndum hans í mars.

Les Parapluies de Cherbourg (Regnhlífarnar í Cherbourg)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1964
  • Lengd: 91 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Enskur
  • Leikstjóri: Jacques Demy
  • Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Nino Castelnuovo og Anne Vernon
  • Dagskrá: Jacques Demy mánuður
  • Sýnd: 18.-20. mars 2011

EFNI: Guy Foucher, 20 ára bifvélavirki, er ástfanginn af hinni 17 ára Geneviève Emery sem vinnur í regnhlífabúð móður sinnar. Kvöldið áður en Guy heldur til Alsír til að sinna herþjónustu sefur hann hjá Geneviève sem verður ólétt. Geneviève þarf nú að velja á milli þess að bíða í tvö ár eftir að Guy komi heim eða að giftast ríkum demantssala frá París.

UMSÖGN: Hin klassíska söngvamynd um elskendur sem ná ekki að eigast. Tónlist Michel Legrand er sem sætasta hunang. Hlaut Óskarsverðlaunin á sínum tíma sem besta erlenda myndin og gerði Catherine Deneuve að stjörnu.

Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir

Ein skoðun to “JACQUES DEMY MÁNUÐUR: Les Parapluies de Cherbourg (Regnhlífarnar í Cherbourg)”

  1. Jacques Demy á Íslandi « Parísardaman says:

    […] Bíó Paradís og uppgötva Jacques Demy, en fjórar myndir eftir hann verða sýndar núna í mars. Regnhlífarnar í Cherbourg er til dæmis alveg frábær, sem og Stúlkurnar frá Rochefort. Ég hef ekki séð hinar tvær, en […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.