Þýskir kvikmyndadagar 17.-27. mars
Það er okkur sérstök ánægja að kynna Þýska kvikmyndadaga frá 17.-27. mars í samvinnu við RIFF, Goethe Institut, Sjónlínuna, Kötlu Travel, Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Þýsk-íslenska verslunarráðið, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og RÚV.
Flestar myndirnar fjalla á einn eða annan hátt um ungt fólk á krossgötum. Opnunarmyndin er Poll (Dagbækurnar frá Poll) eftir Chris Kraus en sérstök dagskrá verður með myndum hans. Kraus hlaut verðlaun á RIFF 2007 fyrir kvikmyndina Vier Minuten (Fjórar mínútur).
Alls verða sýndar tíu nýjar og nýlegar myndir frá þessu forna kvikmyndaveldi, sem á undanförnum árum hefur gengið í gegnum hressilega endurnýjun lífdaganna. Myndirnar eru sýndar með enskum texta.
Þú getur flett dagskrá Þýskra kvikmyndadaga hér:
Der Mann der über Autos sprang (Maðurinn sem stökk yfir bíla)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 105 mín.
- Leikstjóri: Nick Baker-Monteys
- Aðalhlutverk: Robert Stadlober, Jessica Schwarz og Peter Becker
- Texti: Enskur
Efni: Ungur maður trúir því að með því að labba frá Berlín til Stuttgart geti hann læknað föður vinar síns sem þjáist af hjartasjúkdómi.
Die Fremde (Hinir ókunnugu)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 119 mín.
- Leikstjóri: Feo Aladag
- Aðalhlutverk: Sibel Kekilli, Nizam Schiller og Derya Alabora
- Texti: Enskur
Efni: Umay er ung kona af tyrkneskum uppruna sem berst fyrir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi í Þýskalandi gegn vilja fjölskyldu sinnar. Barátta hennar leiðir til mikilla átaka innan fjölskyldunnar og setur líf hennar í hættu.
Lila, Lila
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2009
- Lengd: 104 mín.
- Leikstjóri: Alain Gsponer
- Aðalhlutverk: Daniel Brühl, Hannah Herzprung og Henry Hübchen
- Texti: Enskur
Efni: Gamanmynd um þjónin David sem finnur óútgefið handrit í kommóðuskúffu. Til að ganga í augun á stúlku heldur David því fram að hann sé höfundur handritsins. Þegar handritið verður að metsölubók birtist raunverulegur höfundur þess og byrjar að taka yfir líf David. Íslandsvinurinn Daniel Brühl fer með aðalhlutverk.
Renn, wenn Du kannst (Hlauptu ef þú getur)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 112 mín.
- Leikstjóri: Dietrich Brüggemann
- Aðalhlutverk: Robert Gwisdek, Jacob Matschenz og Anna Brüggemann
- Texti: Enskur
EFNI: Ben þarf að eyða restinni af ævinni í hjólastól. Ástin er ekki inni í myndinni fyrir fatlað fólk, tjáir hann Christian, sjálfboðaliða sem aðstoðar hann við dagleg störf. Annika er að læra að spila á selló og Ben fylgist með henni hjóla fram hjá íbúðinni sinni á hverjum degi. Það er ekki fyrr en Christian rekst á Anniku fyrir utan íbúðina að þau þrjú kynnast, verða vinur og loks ástfanginn. Þessi ástarþríhyrningur á eftir að reyna að vináttu þeirra allra.
Sascha
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 102 mín.
- Leikstjóri: Dennis Todorovic
- Aðalhlutverk: Sascha Kekez, Predrag Bjelac og Ljubisa Gruicic
- Texti: Enskur
EFNI: Sasha er miður sín þegar píanókennarinn hans, herra Weber, segir honum að hann sé að yfirgefa bæinn fyrir fullt og allt. Sasha er í ástarsorg og eina manneskjan sem hann getur treyst fyrir tilfinningum sínum er Jiao, besta vinkona hans. Sasha er ánægður með að pabbi hans, sem haldinn er mikilli hommafóbíu, haldi að Jiao sé kærastan hans. Málin flækjast hins vegar svo um munar þegar yngri bróðir Sasha byrjar í ástarsambandi með Jiao.
Goethe!
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 100 mín.
- Leikstjóri: Philipp Stölzl
- Aðalhlutverk: Alexander Fehling, Miriam Stein og Moritz Bleibtreu
- Texti: Enskur
EFNI: Mótunarár hins þýska höfuðskálds fá hér skemmtilega meðferð. Áður en Johann Wolfgang von Goethe skrifaði Raunir Werthers unga, einhverja áhrifamestu bók um ástarflækjur og sorgir sem skrifuð hefur verið, gekk hann sjálfur í gegnum eldskírn sem er viðfangsefni þessarar myndar. Hinn ungi Goethe slær slöku við í náminu og fær sér vinnu hjá dómara. Hann heldur áfram að skrifa gegn vilja föður síns og dag einn hittir hann hina dásamlegu Lotte. Ástarbál blossar upp á milli þeirra en vandinn er sá að hún hefur verið lofuð öðrum. Þessi uppákoma átti eftir að breyta gangi bókmenntasögunnar.
Im Winter ein Jahr (Í fyrravetur)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2008
- Lengd: 129 mín.
- Leikstjóri: Caroline Link
- Aðalhlutverk: Karoline Herfurth, Josef Bierbichler og Corinna Harfouch
- Texti: Enskur
Poll (Dagbækurnar frá Poll)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 129 mín.
- Leikstjóri: Chris Kraus
- Aðalhlutverk: Paula Beer, Edgar Selge og Tambet Tuisk
- Texti: Enskur
EFNI: Oda, ung stúlka af þýskum aðalsættum, snýr aftur til ættaróðals fjölskyldunnar við Eystrarsaltið eftir lát móður sinnar. Fyrri heimstyrjöldin er skammt undan. Oda rekst á ungan og særðan eistneskan stjórnleysingja og ákveður að hjúkra honum með leynd, vitandi um áhættuna sem fylgir.
Scherbentanz (Glerbrot)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2002
- Lengd: 95 mín.
- Leikstjóri: Chris Kraus
- Aðalhlutverk: Jürgen Vogel, Nadja Uhl og Margit Carstensen
- Texti: Enskur
EFNI: Jesko er með krabbamein og aðeins beinmergur móður hans getur bjargað honum. Vandinn er að hún truflaðist á geði 20 árum fyrr, yfirgaf Jesko og gerðist dópisti.
Vier Minuten (Fjórar mínútur)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2006
- Lengd: 112 mín.
- Leikstjóri: Chris Kraus
- Aðalhlutverk: Hannah Herzsprung, Monica Bleibtreu og Vadim Glowna
- Texti: Enskur
EFNI: Örlög tveggja kvenna flækjast saman í sögu sem vekur upp spurningar um tilgang lífsins, frelsi, köllun og hæfileika. Fortíð beggja geymir leyndarmál sem hafa mótað þær og fjötrað.