Four Lions (Fjögur ljón)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 97 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Christopher Morris
- Aðalhlutverk: Will Adamsdale, Riz Ahmed og Adeel Akhtar
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 25. mars 2011
EFNI: Hópur einbeittra en afar lánlausra hryðjuverkamanna frá Sheffield, Englandi leggja á ráðin um sjálfsmorðssprengjuárás í borginni.
UMSÖGN: Kolsvört bresk kómedía sem vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Chris Morris vann nýlega til BAFTA verðlaunaf fyrir þessa frumraun sína. Þá hefur myndin hlotið afbragðs dóma gagnrýnenda og var m.a. valin ein af 10 bestu myndum ársins 2010 í Time Magazine.