JACQUES DEMY MÁNUÐUR: Les Demoiselles de Rochefort (Stúlkurnar frá Rochefort)
JACQUES DEMY er algerlega sér á parti meðal evrópskra leikstjóra, rómantíker og fagurkeri sem unni dans- og söngvamyndum Hollywood en tók þá hefð og gerði að sinni með ómótstæðilegri blöndu angurværðar og lífsgleði. Við sýnum fjórar af helstu myndum hans í mars í samvinnu við Alliance Francaise.
Les Demoiselles de Rochefort (Stúlkurnar frá Rochefort)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1967
- Lengd: 126 mín.
- Land: Frakkland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Jacques Demy og Agnes Varda.
- Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, George Chakiris og Françoise Dorléac
- Dagskrá: Jacques Demy mánuður
- Sýnd: 25.-27. mars 2011
EFNI: Tvíburasysturnar Delphine og Solange búa í hafnarbænum Rochefort þar sem þær kenna dans og söng. Þær dreymir um að slá í gegn í tónlistarheiminum og finna ástina í lífi sínu en átta sig ekki á að „hinir einu réttu“ eru beint fyrir framan nefið á þeim.