ZARDOZ: Robocop gegn Terminator. Tvöföld sýning!
Bíó Paradís kynnir til sögunnar Sci-Fi klúbbinn Zardoz. Zardoz verður með mánaðarlegar sýningar í Bíó Paradís og mun sýna Sci-Fi myndir frá ýmsum tímabilum, bæði klassísk stórvirki og minna þekktar B-myndir.
Á fyrstu sýningu klúbbsins, þann 25. mars kl. 20:00, verður svo kallað double-feature eða tvöföld sýning en þá verða sýndar saman stórmyndirnar Terminator og RoboCop. Þetta er sýning sem aðdáendur Sci-Fi mynda mega ekki láta fram hjá sér fara.