DEUS EX CINEMA: Ikiru (Að lifa)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1952
- Lengd: 143 mín.
- Land: Japan
- Texti: (Á ensku)
- Leikstjóri: Akira Kurosawa
- Aðalhlutverk: Takashi Shimura, Nobuo Kaneko and Shin’ichi Himori
- Dagskrá: Deus ex cinema
- Sýnd: 5. apríl 2011
EFNI: Kanji Watanabe hefur verið borgarstarfsmaður blýantsnagari allt sitt líf og eyðir dögunum á skrifstofunni sinni ásamt samstarfsfólki sínu sem gerir heldur ekki neitt.
Þegar hann greinist með ólæknandi krabbamein fyllist hann þörf til að finna tilgang með lífinu. Honum finnst hann ekki eiga neitt sameiginlegt með fjölskyldunni sinni og leitar í félagsskap listafólks í gleðskap en það gefur honum litla fyllingu. Þá leitar hann í faðm ungrar konu á vinnustaðnum sínum en það er sama sagan. Hið óvænta gerist að Kanji finnur allt í einu tilgang lífs síns í starfinu – og hann ákveður að nota síðustu kraftana til að koma einhverju góðu þar til leiðar.
UMSÖGN: (Richard Brown, prófessor í kvikmyndafræðum hjá New York University): “Ikiru is a cinematic expression of modern existentialist thought. It consists of a restrained affirmation within the context of a giant negation. What it says in starkly lucid terms is that ‘life’ is meaningless when everything is said and done; at the same time one man’s life can acquire meaning when he undertakes to perform some task that to him is meaningful. What everyone else thinks about that man’s life is utterly beside the point, even ludicrous. The meaning of his life is what he commits the meaning of his life to be. There is nothing else.”