Boy (Drengur)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 87 mín.
- Land: Nýja Sjáland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Taika Waititi
- Aðalhlutverk: James Rolleston, Taika Waititi, Te Aho Aho
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 15. apríl 2011
Árið er 1984 og Michael Jackson er kóngurinn, meira að segja í Waihau flóa í Nýja Sjálandi. Hér hittum við Dreng, 11 ára strák sem býr á bóndabýli með ömmu sinni, geit og yngri bróður sínum, Rocky (sem heldur að hann búi yfir ofurkröftum). Skömmu eftir að amman heldur á brott í vikuferðlag birtist faðir Drengs, Alamein upp úr þurru.
Drengur hafði ímyndað sér að faðir sinn væri mikil hetja að öllu leyti, en þarf nú að horfast í augu við veruleikann; pabbi hans er hæfileikalaus smábófi sem hefur snúið aftur einungis til að finna poka fullan af peningum sem hann hafði grafi í jörðu mörgum árum áður. Það er hér sem geitin kemur til sögunnar. Stórskemmtileg mynd frá Nýja Sjálandi fyrir fólk á öllum aldri.