Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
FRÍTT INN: Living Without Money (Líf án peninga)

FRÍTT INN: Living Without Money (Líf án peninga)

Apr 12, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
  • Lengd: 52 mín.
  • Land: Noregur/Ítalía
  • Texti: Enskur
  • Stjórnandi: Line Halvörsen
  • Dagskrá: Sérsýning
  • Sýnd: 19. apríl 2011 – ókeypis aðgangur

EFNI: “Ég hafði allt til alls, ég átti hús og hafði alið upp tvö börn. Ég gaf það allt frá mér.” Heimildamyndin Líf án peninga er saga Heidemarie Schwermer, 68 ára þýskrar konu sem tók þá ákvörðun fyrir 14 árum að hætta alfarið að nota peninga. Hún sagði upp íbúðinni, gaf allar sínar eigur og hélt engu nema einni ferðatösku sem hún fyllti af fötum. Þetta var ákvörðun sem átti eftir að hafa dramtísk áhrif á allt hennar líf.

Í dag, 14 árum síðar, dregur hún fram líf sitt nánast án peninga og er frjálsari og sjálfstæðari sem aldrei fyrr. Myndin fylgir Heidemarie í gegnum hversdaginn og sýnir hvernig hún fer að því að hafa ofan í sig og á, hvernig hún ferðast á milli staða og finnur sér samastað til að búa á. Auk þess að sýna hvernig Heidemarie tekst á við þessar daglegu áskoranir kynnumst við heimspekilegri sýn hennar og ástæðunum fyrir því að hún tók þennan valkost í lífinu.

Myndin vekur upp spurningar um áhrif peninga á líf okkar, hugsun, heilsu og umhverfi og fjallar á gagnrýninn hátt um efnishyggju og neyslusamfélag.

UMSÖGN: Þessi mynd ferðast nú um heimsbyggðina á sérstökum sýningum sem jafnan eru ókeypis. Sjá nánar um verkefnið hér.

Kvikmyndir
Engin skoðun á “FRÍTT INN: Living Without Money (Líf án peninga)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.