Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
KINO-KLÚBBURINN: Filmwerkplaatz Rotterdam!

KINO-KLÚBBURINN: Filmwerkplaatz Rotterdam!

Apr 12, 2011 Engin skoðun

Kinoklúbburinn er hluti af Kinosmiðju. Spanna sýningarnar vítt svið kvikmyndalistarinnar , hvort sem það eru stuttmyndir eða myndir í fullri lengd. Þetta er vettvangur sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna sem vinna með smærri tegund filmu þ.e súper8 og 16mm en ýmis tækni er viðhöfð við gerð þess konar mynda.

Heimildarmyndir – hreyfimyndir – kvikmyndadagbækur – framúrstefnu og listrænar kvikmyndir eru dæmi um tegundir mynda sem sýndar eru en oftast nær er ákveðið yrkisefni og/eða kvikmyndagerðarmaður í brennidepli á sýningarkvöldunum.

Ásamt því að sýna myndir frá öllum heimshornum þjónar klúbburinn sem vettvangur til að sýna afrakstur af starfsemi Kinosmiðju.

Filmwerkplaatz Rotterdam!

  • ATHUGIÐ: AÐEINS 850 KR. INN!
  • Sunnudagur 17. apríl kl. 20:10

Sýning Kinoklúbbsins að þessu sinni er til heiðurs Filmwerkplaats, systursmiðju Kinosmiðju í Hollandi. Myndirnar eru allar framleiddar af Filmwerkplaats sem er starfrækt í Rotterdam.

Saga smiðjunnar er löng og farsæl og hafa þangað sótt margir af helstu kvikmyndagerðarmönnum hinnar tilraunakenndu og óhefðbundnu kvikmyndagerðar.

Markmið smiðjunnar er að vinna fyrir og með listamönnum sem vilja nýta sér kvikmyndamiðilinn á allan mögulegan máta og státar smiðjan af nauðsynlegum tækjum og tólum til kvikmyndagerðar sem og sérsmíðuðum búnaði til að auka enn frekar á fjölbreytileikann. Leikgleði og sjálfstæð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi hjá smiðjunni og eru allar hugmyndir/tilraunir, nýjar og endurunnar, uppi á pallborði.

Markmið Kinoklúbbsins með þessari sýningu er að styrkja málstað Kinosmiðju, sem hefur það markmið að bjóða uppá slík vinnubrögð og framleiðslu á Íslandi.

EFTIRFARANDI MYNDIR VERÐA SÝNDAR:

  • Providence Ingrid Boogaart | 16mm | hljóð | 1min | Tilraun með ljóð, ljós og hita.
  • Running time Helene Martin | 16mm | hljóð | 8min | Handunnin/spunnin kvikmynd úr gömlum efnivið.
  • Interlude Joost van Veen | 16mm | hljóð | 3min | Tónlistin er innblásturinn á meðan fiskar synda í kvikmyndafilmu sem búið er að margvinna og meðhöndla.
  • Idyll Esther Urlus | 16mm | hljóð | 6min | Ímynduð tilfinningasemi æskunnar eða ímynduð æskuþrá? Bas-relief prent-tækni kallar fram liti filmunnar.
  • Still Tim Leyendekker | 16mm | hljóð | 4min | Kvikmyndadagbók um fyrstu kynmökin.
  • Wijk Daan de Bakker | 16mm | hljóð | 10min | Ljós og skuggar í Overvecht í Utrecht/Hollandi fangaðir. Myndefnið klippt sundur, sett saman, klippt sundur og sett saman á ný.
  • v=d/t Amanda Dawn Christie | 16mm | hljóð | 9min | Kvikmyndagerðarkonan kannar möguleikann á því að mæla fjarlægð elskenda á milli mismundandi tímabelta.
  • ISO Esther Urlus & Kerlin Beute | 16mm | hljóð | 8min | Minningar um liðna tíð sem sveipuð er dulúð og drunga.
  • Along With The Phoenix Masha Godovannaya | 16mm | hljóð | 9min | Kvikmyndin byggir á sögunni um fuglinn Fönix, hið brennandi hreiður og endurfæðingu eldfuglsins.

Heildarlengd sýningarinnar er um klukkustund.

Kvikmyndir
Engin skoðun á “KINO-KLÚBBURINN: Filmwerkplaatz Rotterdam!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.