Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
MAX OPHULS MÁNUÐUR: La Ronde (Hringekjan)

MAX OPHULS MÁNUÐUR: La Ronde (Hringekjan)

Apr 12, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1950
  • Lengd: 97 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Enskur
  • Leikstjóri: Max Ophüls
  • Aðalhlutverk: Anton Walbrook, Simone Signoret og Serge Reggiani
  • Dagskrá: Max Ophüls mánuður
  • Sýnd: 15.-17. apríl 2011

EFNI: Vændiskona krækir í hermann sem síðan sjarmerar þjónustustúlku sem svo er forfærð af húsbónda sínum – og þannig gengur það hring eftir hring eins og boðhlaup þar til í lokin að greifi nokkur nýtur ásta með vændiskonunni sem birtist okkur fyrst og sagan hefur náð í skottið á sjálfri sér. Þessi glæsilegi strúktúr nær bæði að lýsa forgengileika þeirra ástríðna sem grípur mennina sem og þrautseigju ástríðunnar sjálfrar sem hreyfiafls mannlegrar tilveru. Ástin endist ekki en fær heiminn engu að síður til að snúast hring eftir hring.

UMSÖGN: Þessi dásamlega og hnyttna frásögn, byggð á umdeildu leikriti Arthur Schnitzler frá upphafi tuttugustu aldarinnar, var fyrsta myndin sem Ophüls gerði í Frakklandi eftir Hollywood árin og markar upphafið að hans besta skeiði.

Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “MAX OPHULS MÁNUÐUR: La Ronde (Hringekjan)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.