MINI-CINÉ: Withnail and I
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1987
- Lengd: 108 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Bruce Robinson
- Aðalhlutverk: Richard E. Grant, Paul McGann og Richard Griffiths
- Dagskrá: Mini-Ciné
- Sýnd: 14. apríl 2011
EFNI: Myndin gerist undir lok sjöunda áratugsins. Tveir lánlausir og atvinnulausir leikarar, Withnail og Marwood, fá nóg af skítugri Lundúnaborg og enn skítugra heimili sínu og ákveða að hverfa á vit sveitasælunnar. Frændi Marwood lánar þeim “sveitasetur” sitt en piltarnir lenda fljótlega í miklum vandræðum þar sem þeir kunna engan veginn að bjarga sér í sveitinni. Málin flækjast enn frekar þegar Monty frændi dúkkar upp og rennir hýru auga til Withnail…
UMSÖGN: Þessi “költ klassík” er einhver allra fyndnasta gamanmynd sem Bretar hafa gert og er þar af mörgu að taka.