ÞÖGLAR: The Wind (Vindurinn)
- Tegund og ár: Leikin mynd,1928
- Lengd: 95 mín.
- Land: Bandaríkin
- Texti: Nei (þögul, með millitextum)
- Leikstjóri: Victor Sjöström
- Aðalhlutverk: Lillian Gish, Lars Hanson, Montagu Love
- Dagskrá: Þöglar myndir með Oddnýju Sen
- Sýnd: 28. apríl 2011
EFNI: Vindurinn þykir með merkilegri þöglum myndum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum. Hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Dorothy Scarborough og var kvikmynduð í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu við mjög erfiðar aðstæður en hún segir frá dramatískum örlögum ungrar konu, Lettie (Lillian Gish) á slóðum landnema í Texas.
UMSÖGN: Vindurinn gegnir lykilhlutverki í þessu meistaraverki Sjöströms þar sem manneskjan mætir höfuðskepnunum og myndmálið er auðugt af ógleymanlegum táknum. Þetta var síðasta þögla myndin, sem MGM framleiddi og stendur sem verðugur minnisvarði um þögla tímabilið.
Oddný Sen kvikmyndafræðingur flytur stutt erindi á undan sýningu.