Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Route Irish (Íraslóð)

Route Irish (Íraslóð)

Apr 25, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
  • Lengd: 109 mín.
  • Land: Bretland
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: KenLoach
  • Aðalhlutverk: Mark Womack, Andrea Lowe og John Bishop
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 6. maí 2011

EFNI: Route Irish segir frá Liverpool-búanum Fergus Molloy. Hann hefur nýlega misst sinn besta vin, Frankie, í stríðinu í Írak, nánar tiltekið á hinni stórhættulegu leið Route Irish, sem liggur milli flugvallarins í Bagdad og græna frísvæðisins í miðborginni. Fergus á samt erfitt með að sætta sig við útskýringar á dauða Frankie og eftir að komast yfir ný gögn sem tengjast árásinni tekur Fergus rannsóknina í sínar hendur. Fergus áttar sig hins vegar ekki á að hann á eftir að afhjúpa ýmsar skuggalegar staðreyndir, ekki eingöngu um dauða Frankies heldur einnig hans eigin breyskleika.

UMSÖGN: Route Irish er ágeng mynd frá einum virtasta leikstjóra Bretlandseyja. Loach hefur fyrir löngu sannað sig róttækan samfélagsrýni, óhræddur við að spyrja þeirra spurninga sem aðrir forðast. Route Irish er öflug sýn á hinn hræðileg heim Íraksstríðsins og gefur myndum eins og The Hurt Locker, Green Zone og The Messenger ekkert eftir.

Kvikmyndir
Engin skoðun á “Route Irish (Íraslóð)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.