Banff fjallamyndahátíðin 17.-18. maí
Íslenski alpaklúbburinn hefur um árabil sýnt úrval mynda af hinni heimskunnu fjalla- og útivistarmyndahátíð Banff Film Festival í Kanada. Hátíðin hefur nú fengið inni í Bíó Paradís og fer fram dagana 17.-18. maí. Alls verða sýndar 15 myndir um hverskyns ofurhuga og klifurketti. Frábær skemmtun fyrir alla sem unna útivist – en ekki síður fyrir þá sem kjósa frekar að sitja í þægilegu sæti og fylgjast með…
Fyrra kvöldið:
CROSS COUNTRY SNOWBOARDING
Mynd í léttum dúr um tvo félaga sem stunda stunda snjóbretti á nokkuð óhefðbundinn hátt. Auk þess að kljást við óblíð veðuröfl vetrarins þurfa þeir að glíma við hvers kyns fordóma frá skíðamönnum og jafnvel öðru brettafólki.
INTO DARKNESS
Í myndinni eru leyndir heimar neðanjarðarhella kannaðir. Hópi hellakönnuða er fylgt eftir við magnaðar aðstæður. Myndirnar og hljóðin ljúka upp ótrúlegri og fram að þessu fjarlægri veröld, ólíkri öllu því sem sést uppi á yfirborðinu.
THE ASGARD PROJECT
Í þessari mynd er fylgst með metnað-arfullu verkefni sem Leo Houlding tekur sér fyrir hendur. Markmiðið er að fríklifra (free ascent) North Tower á Asgard fjalli á Baffin eyju. Með Houlding er Stanley Leary með í för en þeir hyggjast stökkva fram af tindinum í vængjabúning (wingsuit) með fallhlíf á bakinu að klifrinu loknu. Fljótlega fer ýmislegt að fara úrskeiðis og ferðin gengur ekki eins og áætlað var.
THE STORMING
The Storming er sjónrænt snjóbretta-partý þar sem löngunin til að gera nýja og magnaðri hluti í jaðarsportmyndum ræður för. Þeir sem fram koma hafa allir brennandi áhuga á að koma snóbrettasportinu upp á æðra plan í víðum skilningi. Í boði er háfjallarennsli í besta klassa sem og freestyle sem setur ný viðmið.
LIFE CYCLES
Myndin er tekin upp í Ultra HD og hefur að geyma einhver mögnuðustu myndbrot af fjallasporti sem sést hafa. Hjólið er hér heiðrað á tilkomumikinn hátt.
DREAM RESULT
Í þessari kayakmynd eru í aðalhlutverki nokkrir vinir sem allir eru toppíþróttamenn og keyrðir áfram af ástíðunni fyrir að kanna mörk þess gerlega. Þeir fara til Noregs, Argentínu og Bandaríkjanna í leit sinni að fossum og flúðum.
THE SWISS MACHINE
Líklega er Ueli Steck einn hraðskreyðasti alpaklifrari sem uppi hefur verið. Í myndinni segir hann frá klifri sínu í ölpunum þar sem hann hefur slegið hvert hraðametið á fætur öðru. Í Yosemite hittir hann annan magnaðan klifrara, Alex Honnold og sameinaðir gera þeir þar ótrúlega hluti.
Seinna kvöldið:
THE LONGEST WAY
Frábær “time-lapse” myndasería af eins árs gönguferð frá Peking til Urumqi. Tími og vegalengdir koma skemmtilega fram samfara skeggvexti göngugarpsins meðan á tökum stendur.)
FLY OR DIE
Nýtt sport, í það minnsta ný aðferð, “Free BASE” eins og það er kallað. Ofurklifrarinn Dean Potter tók upp á því að sameina sólóklifur og BASE stökk. Í því felast augljóslega möguleikar.
FOLLOW ME
Þú ert við upphaf hjólaleiðar sem þú hefur aldrei farið áður. Vinur þinn snýr sér að þér augljóslega með það á hreinu hvað framundan er og segir glottandi “fylgdu mér”. Hvort það er góð hugmynd að skella sér af stað er langt frá því að vera á hreinu. Stígabrun í hæsta klassa, mögnuð skot.
DEEPER
Hér fylgjum við Jeremy Jones og fleiri snjóbrettahetjum þegar þeir fara ótroðnar slóðir. Þar sem þyrlur, vélsleðar eða skíðalyftur duga skammt halda þeir áfram til að kanna nýjar víddir. Í Deeper fylgjumst við með Jones horfast í augu við mestu þolraunir sem hann hefur lent í. Næturlangar göngur, svefn á fjallstindum, nístingskuldi, tíu daga stormur og fleira hressandi sér til þess að ævintýramennskan er aftur kominn inn í jöfnuna.
SECOND NATURE
Þrír félagar stunda það að renna sér á hjólabrettum í stærri kantinum niður hlykkjótta vegi á miklum hraða.
THE ULTIMATE RIDE: STEVE FISHER
Kayakræðarinn Steve Fisher safnar liði til að fara til Afríku, nánar tiltekið í hina öflugu Zambezi á. Þessi heimildarmynd sýnir Fisher og félaga í sannkallaðri ferð lífs síns.
AS IT HAPPENS
(Renan Ozturk og Cory Richards gerðu mynd um tilraun þeirra við að klífa Tawoche Himal í Nepal sem er 6000 metra hátt, áður óklifið. Allt er látið flakka og við fáum að sjá hlutina eins og þeir gerast.
LIGHT THE WICK
Í Light the Wick ber að líta mögnuð skíðaatriði og mörg flottustu skot sem sést hafa. Við fáum að sjá fyrstu rennslin á áður óskíðuðu svæði, Petersburg í Alaska, hyldjúpt púður í Jackson Hole og hressleika í
Stephen’s Park.