Lífið er leiksvið! (Hur många lingon finns det i världen?)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
- Lengd: 101 mín.
- Land: Svíþjóð
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Lena Koppel
- Aðalhlutverk: Sverrir Guðnason, Vanna Rosenberg og Mats Melin
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 13. maí 2011
Það er með sérstöku stolti að við kynnum þessa frábæru sænsku gamanmynd sem hefur setið í efstu sætum aðsóknarlista í heimalandinu á undanförnum vikum og skartar íslenska leikaranum Sverri Guðnasyni í aðalhlutverki.
EFNI: Hátt sjálfsálit Alex á sér litla stoð í raunveruleikanum. Hann er atvinnulaus og á í vandræðum í einkalífinu. Þegar hann loksins fær vinnu hjá sveitarfélaginu Hudiksvall breytist líf hans. Skyndilega er Alex orðinn leiðtogi í litlum leikhópi fyrir fólk með lærdómsörðugleika. Í gegnum vinnuna uppgötvar Alex að við búum öll yfir hæfileikum sem hægt er að rækta ef tækifæri gefst til og réttur stuðningur er til staðar.
UMSÖGN: Þessi mynd hefur gersamlega slegið í gegn í Svíþjóð að undanförnu og hátt á þriðja hundrað þúsund manns hafa séð hana. Leikhópur þroskahamlaðra, Glada Hudik leikhúsið, tekur þátt í myndinni en þessi hópur hefur gert mikla lukku víða um lönd síðan hann var stofnaður 1996.